Færsluflokkur: Spaugilegt

Veru-leikur og skáldskapur

Það er auðvitað ekkert til að gantast með þegar fólk lendir í svikahröppum - hvort sem það nú eru íslenskir hrappar eða annarra þjóða. En manni leyfist að brosa ögn út í annað þegar söguþráðurinn er jafn farsakenndur og virðist vera í þessu tilviki.

Sem dyggum lesanda bóka Dan Browns þykir mér athyglisvert hvernig skáldskapurinn og verkuleikinn tvinnast saman hér til að gera veruleikann jafn lýgilegan og skáldskapinn - eða öfugt?

Nú er bara að sjá hvort hvort einhver íslenskur höfundur gerir sér ekki mat úr þessum efnivið um hvernig er hægt er að nýta sér umhverfi sem elur á allra handa vænisýki og samsæriskenningum sem óvandað fólk getur gert sér mat úr.

Að lokum: Í fréttinni er fjallað um handtöku á grundvelli ásakana, ekki dóms sem er fallinn. Munum því eftir einni mikilvægri grundvallarreglu réttarríkisins: Saklaus þar til sekt er sönnuð.


mbl.is Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.