Til hamingju Valgerður !

Það er svo sannarlega ástæða til að óska Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, til hamingju með framgöngu hennar í dag. Ræða hennar í Háskóla Íslands vakti verðskuldaða athygli og fól í sér fleiri en eina frétt - allar jákvæðar að mínu mati.

Í fyrsta lagi er það hin nýja ásýnd utanríkisþjónustunnar sem birtist í því að hún hefur markvisst viljað fjölga konum og auka hlut þeirra í þjónustunni og ætlar nú að fjölga enn og senda á ófriðvænlegri svæði. Gott mál.

Í öðru lægi birtist hin mýkri ásýnd með merkilegum hætti í orðum ráðherrans - sem ég kýs að kalla tilvitnun dagsins: " Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkismálanefnd þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherberjum." Ekki bara gott mál, heldur fygldi hún því eftir með því að aflétta leynd af viðaukum við varnarsamninga, sem kannski var aldrei ástæða til að leyna. Þeir voru strax orðinir fréttaefni í 10 fréttum sjónvarpsins og verða eflaust næstu daga. Vaskleg framganga hennar í þessu er til fyrirmyndar. Það verður fróðlegt að sjá hvort "strákarnir" í ríkisstjórninni eru sáttir við þetta útspil.

Í þriðja lagi kom hún því skýrt til skila að Ísland sé og eigi að vera herlaust land og við breyttar aðstæður eigum við að móta okkar eigin öryggis- og varnarmálastefnu. Ekki verður betur séð af ýmsum fréttum síðustu daga en talsverð vinna sé í gangi í þá veru.

Valgerður er vel að hrósinu komin og það kveður við nýjan tón í utanríkisráðuneytinu. Með komu Valgerðar þangað er enn eitt vígi karlrembunnar í íslenskri stjórnsýslu fallið. Ennþá eru þó forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið eftir (svo ekki sé minnst á ráðuneyti sjávarútvegs og kannski einhver fleiri). Falla fleiri slík vígi að loknum næstu kosningum? 


mbl.is Konur í friðargæslunni sendar til Afganistan, Balkanskaga og Líberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband