Glæsileg verðlaunaathöfn

Afhending Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands var vegleg að vanda. Veitt voru þrenn verðlaun á ólíkum sviðum hagnýtingar þeirrar þekkingar sem starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands fást við að afla og miðla. Lýsing á öllum verðlaunahugmyndinum er að finna í frétt á vef skólans.

Í ávarpi sínu sagði háskólarektor m.a.: "Nýsköpun eða hagnýting þekkingar verður sífellt mikilvægari þáttur í starfi háskóla. Háskóli Íslands hefur að undanförnu lagt mikið kapp á nýsköpun í starfi sínu. Leitað hefur verið skipulega að hagnýtanlegum verkefnum, m.a. í gegnum þessa samkeppni. Undanfarin ár hafa hátt í tvö hundruð verkefni verið metin sérstaklega í þessu skyni. Fjölmörg þeirra hafa getið af sér efnisleg verðmæti og fundið sér farveg í öflugum sprotafyrirtækjum." Það er ekki leiðinlegt að hafa tekið virkan þátt í þessari þróun.


mbl.is Handrit.is hlýtur Hagnýtingarverðlaun HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband