Nýrri menntaáætlun ESB ýtt úr vör - allir velkomnir

1. febrúar ýtum við Íslendingar úr vör nýrri Menntaáætlun Evrópusambandsins með stuttri og skemmtilegri ráðstefnu í Borgarleikhúsinu. Áætlunin felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir Íslendinga sem ég hvet alla lesendur þessarar síðu til að kynna sér - allir eru velkomnir á morgun og þið getið séð dagsrkána á heimasíðu Leonardó. Þar eru einnig upplýsingar um skráningu.

Kvöldið fyrir nýtt upphaf er svolítið eins og gamlárskvöld - maður hugsar til þess sem liðið er:

  • Hvern hefði órað fyrir því fyrir 12 árum þegar við ýttum forverum Menntaáætlunarinnar, Leonardó og Sókrates, af stað að 8.500 Íslendingar ættu eftir að nýta sér tækifærin og fá styrki til lengri eða skemmri náms- eða starfsþjálfunardvalar í Evrópu?
  • Hvern hefði órað fyrir því að fleiri evrópskir Erasmus nemar myndu koma til Íslands en fara héðan?
  • Hverjum hefði dottið í hug að við ættum eftir að standa okkur feikilega vel í samkeppni um góðar hugmyndir að tilrauna- og þróunarverkefnum á sviði starfsmenntunar?

Kvöldið fyrir upphafsráðstefnuna í maí 1995 var ég bjartsýnn og fullur eldmóðs en líka kvíðinn og fullur efasemda um að okkur tækist að virkja menntasamfélagið til þátttöku.

Nú kvöldið fyrir upphaf nýrrar áætlunar á Íslandi er ég bara bjartsýnn    .....   og fullviss um að áætluninni verður vel tekið og Íslendingar munu nýta þau tækifæri sem í henni felast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband