Kvennakosningar í vor

Ég sammála þeirri greiningu Einars Más Þorsteinssonar stjórnmálafræðings að konur muni ráða úrslitum í kosningum í vor. Ef það verða breytingar á landsstjórinni þá er það vegna þess að konur hafa kosið öðru vísi en þær gerðu fyrir 4 árum. Við sjáum í þessum tölum að þær leggja annað mat á sum málefnanna og það mun hafa áhrif á hverja þær kjósa. Ef það er rétt sem ég sá í einhverri könnun í vikunni að nærri 60% kvenna muni kjósa Samfylkinguna og Vinstri græna, þá verða væntanlega breytingar.

Kosningabaráttan er hafin núna og það verður gaman að fylgjast með því hvernig flokkarnir bera sig eftir fylgi kvennanna - ég spái því að auglýsingar og áróður muni beinast að þeim.


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband