Póstkort úr Borgarfirðinum

Átti ekki von á góðu þegar ég lenti seint á föstudagskvöldi á Íslandi og hitastigið var tvær gráður! Á laugardegi tók á móti okkur brumið í Munaðarnesi - rétt við það að springa út, eins og vorið væri rétt að hefja innreið sína. Allt þrem vikum seinna á ferðinni en á höfuðborgarsvæðinu - svo ekki sé nú minnst á restina af Evrópu.

Á hvítasunnudag lágum við í potti og sólbaði! Láum öll fjölskyldan eins og kös á teppi í grasi í skjóli fyrir norðan næðingnum sem stundum laumar sér niður Norðurárdalinn. Og brunnum - a.m.k. sum okkar. Svo eftirtekja Hvítasunnuhelgarinnar er brunninn belgur og beyglaður skalli, því dyrakarmar í sumarhúsum í Munaðarnesi eru ekki gerðir fyrir fullvaxið fólk.

Ég held ég þori núna að segja :  Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.