Opna Brezhnev-minningarmótið

Hópmynd vefur 2007Hið árlega Opna Brezhnev-minningarmót í golfi var haldið í níunda sinn um síðustu helgi. Þrjátíu og einn kylfingur lauk keppni - sumir með sóma en aðrir kannski síður. Afskaplega góð þátttaka. Ég sjálfur spilaði á 32 punktum sem ég var þokkalega sáttur við en dugði ekki fyrir vinningssæti. Fékk hins vegar Vellaun - eins og allir þátttakendur, því það er einn siður við þetta mót að allir mæta með Vellaun (já ... það má einungis starfsetja með þessum hætti) í lokuðum og vel merktum plastpoka. Að lokinni keppni er síðan dregið úr skorkortum og fá menn ekki eigin vellaun - að sjálfsgöðu. Ég var svo heppinn í ár að fá heila styttu, konu minni til lítillar hrifingar (enda nóg af styttum á heimilinu); þessi er af fagurri rúsneskri yngismey í herklæðum að hluta. Tengist sem sagt ekkert golfi, en það er líka allt í lagi.

Það eru öfugmæli að kalla mótið Opna Brezhnev mótið, því það er harðlæst. Einungis opið þeim sem fá boð og þeir einir fá boð sem stofnfélagar golfkúbbsins Skugga samþykkja - og alveg sérstaklega formaðurinn sem er afar einráður.  Enda ekki hverjum sem er treystandi til að taka þátt í móti þar sem ein af reglunum er sú að menn geta einu sinni á hverjum hring tekið upp boltan og hent honum eins lagt eða stutt og þá lystir án þess að það teljist högg. En um þessa hendingu gilda afar flóknar reglur.

Að móti loknu var síðan haldin móttaka heima hjá einum félaganum, sem er með hús í Hveragerði. Þar sem hann hefur nú haldið mótttöku tvö ár í röð er hann orðinn heiðursfélagi í golfklúbbnum. Hittist svo vel á að haldnir voru blómadagar í Hveragerði þar sem hápunkturinn er mikil flugeldasýning á laugardagskvöldinu og nutum við hennar eftir allt "erfiði" dagsins. Fóru svo sumir á ball en aðrir í koju og voru þeir síðarnefndu hressari en hinir morguninn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Gott að þið skemmtuð ykkur.. þannig á golfið að vera. Magnús Ingvason galopnaði mótið með því að senda boðsbréf á feðga á Akranesi.. Sig. Elvar og Þórólf Ævar.. við gátum því miður ekki þegið boðið í ár..en kannski verðum við í náðinni að ári.. hver veit.. Magnús er reyndar bara nefndur Magnús MEÐ hér á Akranesi og Magnús Þór Ásmundsson sem var einnig kennari á sama tíma á Akranesi er kallaður Magnús ÁN..

Skýringin er einföld.. Þórólfur Ævar var að vinna með þeim Magnúsi og Magnúsi í málningarvinnu eitt kennarasumarið hjá þeim á Akranesi. Magnús Ingvason var sem sagt MEÐ gleraugu en Magnús notaði ekki slík hjálpartæki. Maggi MEÐ og  Maggi ÁN.. og málið var dautt.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 28.8.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

... sem ég sagði: þið eruð í náðinni hjá formanni félagsins, sem er auðvitað enginn annar en Magnús MEÐ. Sagan af þeim vinum er góð og þeir halda enn mikilli tryggð við Skagann sem má sjá af boðslistanum.  Vonast bara til að sjá ykkur að ári. Hef grun um að formaðurinn muni aftur leggja til að móttakan verði haldin í Hveragerði og því spilað í nágreninu eins og nú var gert - kemur bara í ljós. Eru líklega 3-4 ár síðan mótið var haldið síðast á Skaganum.

Ágúst Hjörtur , 29.8.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.