Fangelsisfræði

Stundum rekst maður á tölfræði sem gerir mann kjaftstopp. Þetta er úr Washington Post:

"An August 2003 Bureau of Justice Statistics analysis shows that 32 percent of black males born in 2001 can expect to spend time in prison. That is up from 13.4 percent in 1974. By contrast, 17.2 pecent of Hispanics and 5.9 percent of whites born in 2001 are likely to end up in prison."

Þetta er öllu meira sérkennilegt þegar ég segi frá því að tölurnar eru í dálki sem heitir "The Fact Checker" og þarna er verið að skamma tvo demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins í forsetakosningunum fyrir að gera of mikið úr vandamálinu og fara rangt með staðreyndir. Sérstaklega var verið að skamma Obama fyrir að segja að það væri fleiri ungir svertingar í fangelsum heldur en framhalds- og háskólum. Það er rangt - það eru "bara" um 200.000 svertingjar á aldrinum 18-24 ára í fangelsi á meðan það eru um 530.000 í námi!  

En ef að sú staðreynd að þriðji hver svartur strákur fæddur árið 2001 á von á að lenda í fangelsi er ekki til marks um verulegt vandamál, tja þá veit ég ekki hvað vandamál er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband