Enn meiri uppskera

Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB hélt ráðstefnu undir yfirskriftinni Áhrif og ávinningur af evrópsku menntasamstarfi 4. desember í fallegum sal í Kennaraháskóla Íslands. Uppskeruhátið í þeim skilningi að þarna var gerð grein fyrir skýrslu menntamálaráðuneytisins um framkvæmd Leonardó og Sókrates áætlana ESB fyrir tímabilið 2000-2006. Fulltrúi frá ráðuneytinu gerði grein fyrir skýrslunni og síðan fengum við að heyra frá nokkrum styrkþegum og loks voru pallborðsumræður hagsmunaaðila. Þessum hluta var varpað út á vefinn og amk næstu dagana er hægt að horfa á þetta í vefsjónvarpi KHÍ. Í stuttu máli sagt þá eru yfirvöld og notendur áætlanna afar ánægðir með framkvæmdina. Þetta var næstum því vandræðalegt þarna svo einróma var lofið - en auðvitað vitum við sem í þessum stöndum að það er jafnvel hægt að gera enn betur.

Eftir hádegi var síðan litið til framtíðar og kynnt þau áhersluatriði sem verða næstu þrjú árin og reynt var að svara þeim spurningum sem væntanlegir umsækjendur á næsta ári höfðu. Við treystum því bara að hér eftir sem hingað til verði áhuginn mikill og við fáum góðar umsóknir - en meira um þetta á www.lme.is  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.