Breytingar: Tímans þungi niður

Nú er orðið ljóst að það hafa orðið kaflaskil í bandarískum stjórnmálum og þá um leið stjórnmálum allra vestrænna ríkja. Enn á ný hefur Bandaríkjamönnum tekist að endurskapa hlutverk sitt og eiga möguleika á að verða leiðandi afl út úr þeirri alheimskreppu sem skollin er á. Obama boðaði breytingar og kjósendur svöruðu kalli hans. Það verður ekki auðvelt verkefni að standa undir þeim vonum sem því fylgja, en við skulum óska honum góðs gengis í því verkefni sem framundan er. Veröldin öll getur andað aðeins léttar í nótt - en um leið skilja ráðamenn um allan heim að nú er kallað eftir breytingum.
mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta verdur mjög erfitt fyrir kallinn.  BNA eru skuldug upp fyrir haus og eru ad drukkna í félagslegum vandamálum.  Efnahagurinn er í algjörri rúst á sama tíma sem barist er í tveimur strídum. 

Bókstaflega eru meira en 100 miljónir bandaríkjamanna bláfátaekir.  Í borginni Detroit er búid ad loka fyrir vatn og rafmagn til 20% heimila vegna ógreiddra skulda.  Í NYC einni eru 100 thúsundir fólks algjörlega hád gódgerdasamtökum sem deila út máltídum.

Raunverulegt ástand BNA er vídsfjarri theirri mynd sem fólk dregin er upp í sjónvarpsefni og kvikmyndum framleiddum thar. 

Ríkustu 10% í BNA eiga 90% af audnum og langflestir bandaríkjamanna eiga EKKERT og stór hluti af theim skuldar.

Ég yrdi ekki hissa thótt alsherjar hrun yrdi í BNA.  BNA er núna rekid á lánum frá Japan, Kína og Rússlandi.

Thad eru Heimskir Hansar á Íslandi sem hafa BNA sem fyrirmynd og vilja allsherjar einkavaedingu á öllum svidum.  BNA aetti ad vera kennslubókardaemi sem sýnir ad slíkt er algjört órád. 

Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru einungis hagsmunaklíkur sem thjónar littlu broti af íslensku thjódinni en skadar alla adra.  Vid verdum ad gera okkur grein fyrir thví ad thad er okkur ekki í hag ad kjósa thessa flokka heldur skadar stórkostlega eins og nú er áthreifanleg stadreynd.

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband