Dýr verður Davíð allur

Maður treystir því að ný ríkisstjón - ef áætlanir allar gagna eftir - verði fljót að hreinsa til í Seðlabankanum og setji þá ekki fyrir sig mögulega eftirmála. Í 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfamanna ríkisins segir svo um lausn frá embætti - þeirra sem skipaðir eru sem embættismenn:

"Rétt er að veita vembættismanni lausn um stundarsakir ef hann hefur sýnt í starfi sínu ... vanrækslu, ... vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri ... eða athafnir í því eða utan þess þykja að örðu leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar því emb ætti sem hann gengir." Þetta er hægt að gera strax á fyrstu klukkustund nýrrar ríkisstjórnar og ætti í raun að vera fyrsta verk Jóhönnu Sigurðardóttur.

Lögin mæla svo fyrir um að þegar mönnum hefur svo verið veit lausn um stundarsakir, þá beri að setja upp þriggja manna nefnd sérfróðra aðila um stjórnsýslu. Kæmi þar vel til greina að fá erlenda sérfræðinga til starfa og ráðgjafar. Þegar sú nefnd væri loks búin að skila af sér - verður hvort heldur sem er væntanlega búið að breyta lögum um Seðlabanka þannig að þar sé einn bankastjóri sem hafi sérþekkingu á bankamálum og hagstjórn og því verði Davíð sjálfkrafa vanhæfur.

Það væri síðan bara hið besta mál ef Davíð færi í mál við ríkið til að krefjast skaðabóta - sama þótt hann myndi vinna það mál og þótt bætur yrðu háar, þá er það hjóm eitt við það sem þessi maður hefur kostað íslenskt samfélag; hvort heldur sem bankabarónarnir hafa rétt fyrir sér og hann klúðraði öllu í október eða fyrir það að hafa leitt hér til öndvegis græðis- og einkavinavæðingu sem er orsök þessar bólu sem sprakk svo illa í andlitið á okkur.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir greinagóðan pistil.

Jón Þór Ólafsson, 28.1.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það. Ekki er fokið í öll skjól.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Til að forða okkur frá því að þurfa áfram að afsala okkur völdum til fulltrúa á fjörurra ára fresti þurfum við stjórnarskrábreytingu.

Fulltrúa Lýðræði: Lýðurinn ræður til hvaða Fulltrúa hann afsalar sér völdum á nokkurra ára fresti.

Handhafa Lýðræði: Lýðurinn ræður hvaða Handhafa hann afhendir völd sín, án þess að afsala réttinum til að taka þau aftur með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Beint Lýðræði: Lýðurinn ræður hvenær skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvörp, og borgararnir geta lagt fram frumvörp til stjórnarskrárbreytinga og komið þannig Beint að ákvörðunartöku í ríkinu. (Svisslendingar hafa þennan stjórnarskábundna rétt).

Ísland 2.0 getur orðið fyrsta Beina Handhafa Lýðræði heims.
Taktu þátt í að koma okkur þangað: www.lydveldisbyltingin.is
Meira um Beint Handhafa Lýðræði hér: Kjósum Beint Handhafa Lýðræði

Jón Þór Ólafsson, 28.1.2009 kl. 15:42

4 identicon

Veit ekki af hverju fólk er að fabúlera svona, tel mjög ólíklegt að DO fari fram á þetta þegar hann verður látinn fara, hann þyggur þetta ekki frekar en eftirlaunin sem hann hefur haft rétt á undanfarinn ár.

Kermit (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband