Hver springur á Sprengidag?

Springur Höskuldur á limminu og lætur undan og samþykkir að hleypa málinu áfram þannig að hægt sé að skipta út yfirstjórn lamaðs Seðlabanka?

Springur Davíð Oddsson í Kastljósi í kvöld - annað hvort úr áframhaldandi yfirgengilegum hroka gagnvart þjóð sinni eða springur hann út sem hreinskilinn stjórnmálamaður og biðst einlæglega afsökunar á því að hafa leitt nýfrjálshyggjuna til hásætis í íslensku samfélagi?

Eða springur Framsóknarflokkurinn á limminu og tilkynnir að hann ætli í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og stjórnin sé því sprungin?

Ég er alveg að springa úr spenningi yfir hver springur fyrst


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var rétt hjá Höskuldi, enda er ríkisstjórn Jóhönnu í háskaför gagnvart Íslenskri þjóð.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband