Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Innblástur frá Halldóri Laxness

Fékk þetta sent í tölvupósti áðan og finnst að þessi sögulega upprifjum eigi erindi við nýjar bankastjórnir ríkisbankanna:

Halldór Laxness lýsir svo íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"   (Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama endurnýjar orðspor Bandaríkjanna

Með kjöri á Obama hefur Bandaríkjunum sem ríki tekist að endurnýja trú heimsins á hlutverki Bandaríkjanna. Þetta forsetakjör kemur á ótrúlega réttum tíma - fyrir Obama og hinn vestræna heim. Á síðustu vikum hefur hið harðsoðna kapítalíska kerfi sem Regan og Thatcher innleiddu á áttuda áratugnum beðið endalegt skipbrot. Meira að segja páfi markaðshyggjunnar - sem sat lengur en flestir mammonspáfar í Seðlabanka Bandaríkjanna - játaði nýverið við yfirheyrslur hjá þingnefnd þar vestra að hann hefði haft rangt fyrir sér að hluta og hin ósýnilega hönd markaðarins virkaði ekki alltaf. Þetta voru ámóta tíðini og ef páfinn hefði sagt að Guð almáttugur væri bara stundum á vaktinni en þær aðstæður væru til að menn yrðu að passa upp á hvern annan.

Obama er kjörinn þegar veröldin öll - ekki bara Bandaríkjamenn - kallar á endurskoðun á gildum, stefnum og aðgerðum. Hann er svo gerólíkur því sem við eigum að venjast frá Ameríku og það mun verða mörgum utan Ameríku hvatning og auka tiltrú á framtíðinni.  Þannig styrkir hann enn á ný stöðu Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi. Það er skoðun margra að Bandaríkjamenn hafi komu veröldinni í þann efnahagsvanda sem við fólki blasir. Það er því merkilegt - eiginlega ótrúlegt - að margir munu horfa til Bandaríkjanna undir forystu Obama til lausnar á þessum vanda. Ekki bara þjóðarleiðtogar sem hafa veirð að senda honum heillaóskaskeyti, heldur allur almenningur utan Bandaríkjanna sem hefur hrifist af framgöngu hans.  

Ég hef á liðnum árum verið á þeirri skoðun að tími Bandaríkjanna sé lðinn og vitað í þeirra Megas mér til stuðning - en Lou Reed segir í einu lagium landa sína (eftir minni): „Stick a fork in the ass and turn the over, they‘r done." Kannski ekki - kannski geta  Bandaríkin enn um sinn verið í forystuhlutverki í heiminum.

En verkefnið er með ólíkindum erfitt; þeirr Bush feðgar skilja eftir sig sviðna jörð víða um veröld og Bush yngri hefur tekist að safna skuldum sem sérhver íslenskur útrásarvíkingur eða seðalbankastjóri væri fullsæmdur af. Þess vegna eru menn í Washington í óða önn núna að reyna að hafa stjórn á væntingunum - expectation management - því sú hætta er fyrir hendi að menn séu með óraunhæfar vætingar til Obama - það er nefnilega víðar en á Íslandi sem menn leita að ódýrum skyndilausnum. 


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa með reisn

Var að hlusta á John McCain flytja sína ræðu þar sem hann játar sig sigraðan í þessum kosningum. Hann flutti þá ræðu með mikilli reisn - og þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður Obama þá má McCain eiga það að vera ærlegur í mínum bókum og hann viðurkenndi það einfaldlega að hans sjónarmið hefðu orðið undir. Fyrrverandi hermenn eiga þetta tungutak - service eða þjónstu - og í hans tilfelli er hann trúverðugur. Svona eiga menn að tala þegar þeir tapa - eins og hann gerði með reisn í kvöld.


Breytingar: Tímans þungi niður

Nú er orðið ljóst að það hafa orðið kaflaskil í bandarískum stjórnmálum og þá um leið stjórnmálum allra vestrænna ríkja. Enn á ný hefur Bandaríkjamönnum tekist að endurskapa hlutverk sitt og eiga möguleika á að verða leiðandi afl út úr þeirri alheimskreppu sem skollin er á. Obama boðaði breytingar og kjósendur svöruðu kalli hans. Það verður ekki auðvelt verkefni að standa undir þeim vonum sem því fylgja, en við skulum óska honum góðs gengis í því verkefni sem framundan er. Veröldin öll getur andað aðeins léttar í nótt - en um leið skilja ráðamenn um allan heim að nú er kallað eftir breytingum.
mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur demókrata

Það stefnir allt í að á þessari stundu munu demókratar vinni stórsigur; ekki bara er nú ljóst að Obama mun verða forseti; Ohio er fallið demókötum í skaut svo þetta er búið fyri McCain. Við getum farið að varpa öndinni léttar og vonast eftir betri tíð.

Demókratar eru þegar komnir með meirihluta í öldungadeildinni og lítur vel út með fulltrúadeildina þótt enn sé lítt liðið á kosninganóttina. Ef heldur fram sem horfir, þá verður þetta einstætt tækifæri til þeirra breytinga sem Obama hefur boðað. Og það er vísast skýringin á þessum mikla sigri demókrata - meirihluta bandaríkjamanna skynjaði að nú var þörf á breytingum.


mbl.is Obama með 200 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veröldin varpar öndinni léttar

Sjaldan hefur fólk utan Bandaríkjanna fylgst með af sama áhuganum og með þessum kosningum - og aldrei er ég næsta viss hefur heimurinn jafn sammála um að breytinga er þörf í Bandaríkjunum. Svo ég ætla að vera örlítið óvarkár og á undan bandarísku sjónvarpsstöðvunum - og segja til hamingu Obama og um leið vörpum við öll öndinni léttar. Þetta verður sannfærandi sigur þegar búið verður að telja öll atkvæðin.


mbl.is Obama kominn með forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svalar haustsvölur

Fleiri svalar svölurÉg sá svalar haustsvölur að leik í sólsetrinu hér undan Vesturbryggjunni - er loksins búinn að setja inn nokkrar myndir frá Brighton - en svölurnar eru svalastar; svo endilega kíkið á:

http://ahi.blog.is/album/brighton_haustid_2008/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband