Moggablogg tekið í notkun aftur

Ég hef ekki notað bloggið hér á mbl.is síðan um mitt sumar 2009 af mörgum ástæðum. Ég vildi þó ekki loka því alveg þar sem ég var búinn að leggja í svolitla vinnu við að setja inn myndir og ættingjar og vinir hafa stundum kíkt hér í heimsókn sé ég á flettingum - því ég hef vísað í þessa síðu á snoppu.

Ég hef nú gefið kost á mér í kosningum til stjórnlagaþings og því ætla ég að virkja þetta svæði aftur og hafa myndirnar sem fyrr opnar öllum almenningi. Jafnframt mun ég setja inn efni tengt framboði mínu, eftir efnum og ástæðum til að ná til þess lesendahóps sem hér rekur inn nefið fremur en á snoppu.

Kosningar til stjórnlagaþings eru persónukjör - fólkið í landinu velur 25 einstaklinga sem það treystir í þetta verkefni. Vitaskuld mun afstaða frambjóðenda í nokkrum lykilmálum skipta máli, en það er breið samstaða um hluta af þeim breytingum sem gera þarf. Því mun valið að nokkru leyti snúast um traust á frambjóðendum. Því finnst mér eðlilegt að svara þeim spurningum sem til mín kann að vera beint og hafa opið hér fyrir því sem ég hef áður bloggað og fyrir myndasafninu sem sýnir óskaup venjulegan Íslending í leik og starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.