Undirbúningur hefur staðið í nær 30 ár Sigurður Líndal!

Það þekkja fáir betur íslensku stjórnarskrána, þau álitaefni sem hafa komið upp við túlkun hennar og þær umræður sem hafa lengi verið um endurskoðun stjórnarskrárinnar En Sigurður Líndal. Fyrsta tilraunin sem ég man eftir til endurskoðunar var upp úr 1980 með stjórnarskrárnefnd sem skilaði bæði hugmyndum og tillögum. Síðan hafa reglulega verið starfandi slíkar nefndir og margt verið um málið ritað og rætt, bæði af fræðimönnum eins og Sigurði, stjórnmálamönnum og almenningi öllum. Það er því í hæsta máta skýtið að Sigurður skilji ekki þörfina fyrir endurskoðun - nema hann eigi við afhverju eru við þurfum einmitt og endilega að endurskoða hana núna.

Við þeirri spurningu er til einfalt svar: íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum hrun á nokkrum meginstoðum samfélagins. Það var ekki bara fjármálakerfið sem brást, heldur voru alvarlegir brestir í stjórnmálum og stjórnsýslu. Í þessa bresti þarf að berja með skýrari ákvæðum í stjórnarskrá og svo auðvitað hinu að tryggja að farið sé að þeim leikreglum sem í gildi eru.

Það er alveg rétt hjá Sigurði að núverandi stjórnarskrá útilokar ekki að þingið láti meira til sína taka en verið hefur. En áherslan þar er öll á ráðherrana og sú hefur og verið reyndin í okkar stjórnsýslu. Sú greining á stjórnmálum og stjórnsýslu sem hefur átt sér stað í kjölfar hrunsins sýnir þetta ótvírætt (Sjá m.a. skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og ekki síður skýrslu þingmannanefndarinnar sem fjallar ítarlega um afleiðingar ráðherraræðis).

Alþingi sjálft hefur ekki verið fært um að breyta þessum þáttum og rétta eign hlut til að betra jafnvægi sé milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldsins. Þess vegna þarf stjórnlagaþing Sigurður Líndal, einmitt núna - og við treystum á að þú munir leggja þinginu lið með sérþekkingu þinni og reynslu.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þetta er hárrétt hjá Sigurði, það væri nær að byrja á að fara eftir stjórnarskránni sem við höfum.  Þetta er bara bruðl og óráðsía og margt athugavert við þetta eins og t.d. að "aðeins" megi eyða 2 milljónum í framboð.  Það útilokar flest venjulegt fólk.  Enda miðað við það úrval sem ég hef séð af frambjóðendum á þetta stjórnlagaþing þá tel ég ljóst að það komi ekkert af viti útúr þessu rugli.  Það er sama ruglið í þessu og á alþingi, alltof mikið af fræðingum sem hafa oft litla reynslu aðra en af skólum og stjórnmálaflokkum.  Það vantar meira af venjulegu fólki sem hefur reynslu úr atvinnulífinu.

Hreinn Sigurðsson, 18.10.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Sigurður Líndal er fulltrúi hins staðnaða kerfis sem eingöngu vildi breytingar sem hugnuðust Sjálfstæðisflokknum. Og hvert fór það með okkur?

Lögfræðingar á Íslandi hafa fengið að ráða of miklu. Í stað þess að vera tæknilegir ráðgjafar hafa þeir fengið að vaða uppi sem hugmyndasmiðir á Íslandi. Og sjáum hvert það fór með okkur!

Margrét Sigurðardóttir, 19.10.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband