Forseti í útrás

Hvað á og hvað má forseti Íslands gera? er spurt þessa dagana. Má forsetinn mæta á leiðtogaráðstefnu Microsoft og kynna Ísland fyrir forsvarsmönnum þess fyrirtækis sem ákjósanlegan vettvang? Það held ég nú. Má forsetinn sitja í þróunarráði á Indlandi? Ég held það nú. Það sem meira er, Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið að kynna Ísland og koma íslensku atvinnulífi á framfæri út um allan heim á undanförnum árum. Það kann að vera að utanríkisráðuneytinu þyki hann hafa haft of lítið samráð á stundum en forystumenn atvinnulífs og þekkingarsamfélagsins hafa verið afar ánægðir með hversu bóngóður hann hefur verið og viljugur að koma fram við margvísleg tækifæri víða um lönd.

Forseti Íslands er þjóðkjörinn og kemur því fram fyrir hönd þjóðarinnar ekki síður en stjórnvalda eins og þau eru á hverjum tíma. Þannig hefur Ólafur Ragnar haft vilja og burði til þess að vera fulltrúi atvinnulífs, menningar og menntunar fremur en einvörðungu fulltrúi sjónarmiða stjórnvalda. Í tvígang hefur hann verið endurkjörinn og þar með endurnýjað umboð sitt til að vinna áfram í þeim sjálfstæða anda sem hann hefur mótað.

Ég held það sé á engan hallað þótt fullyrt sé að Ólafur Ragnar hefur verið afar duglegur við það verkefni að vera fulltrúi okkar erlendis og greiða þar götu. Hann hefur verið í takt við tíðarandann og þá miklu útrás sem hefur verið í gangi. Hann er hluti af þeirri útrás. Þannig er hann í takt við sína þjóð og það sem hún tekur sér fyrir hendur. Er það ekki það sem við viljum að þjóðhöfðinginn sé? Í takt við sína þjóð.


mbl.is Ísland kjörinn vettvangur fyrir Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður bara að segjast, FLOTTUR PISTILL OG VEL MÆLT (skrifað)

kveðja: Kaldi.....       http://www.kaldi.is

Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband