Tilrauna- og nýsköpunarverstöðin Ísland

Um nokkurt skeið hafa margir í íslensku rannsókna- og þróunarumhverfi unnið að því að koma Íslandi á framfæri sem ákjósanlegum vettvangi fyrir framsækna tilrauna- og þróunarstarfsemi þar sem ný tæki, tækni, leiðir og hugmyndir og skipulag væri prófað á raunverulegum markaði hjá heilli þjóð. Eitt slíkt svið þar sem við höfum náð að koma okkur á framfæri sem slíkur tilraunavettvangur er á sviði vetnisvæðingar. Þar búum við að þeirri forgjöf í samkeppni um þróunarvettvang að hafa nóg af endurnýjanlegri orku og jafnvel meira en nóg þannig við getum vel leyft okkur að framleiða vetni úr raforku þótt það sé fremur óhagkvæmt sem stendur vegna þess að það er umhverfisvænna.

Hugmyndir um Íslands sem tilraunasamfélag í notkun upplýsingatækni eru af svipuðum toga. Hér er ekki verið að tala um að við séum að gera tilraunir sem gætu valdið skaða (eins og margir vilja meina um álverstöðina Ísland) heldur er þetta spurning um hvar er kjörlendi til að prófa nýjustu tæki, aðferðir og samskiptalausnir í raunverulegu samfélagi. Það versta sem gerist við slíkar tilraunir eru að ekkert kemur út úr þeim. Það besta sem gerist er að tilraunasamfélagið tekur stökk fram á við.

Þetta er framtíðarsýn æ fleiri Íslendinga: Að Ísland verði nýsköpunarverstöð en ekki auðlyndaverstöð þangað sem menn koma til að (of?)nýta náttúruauðlindir heldur til að gera nýja hluti. Hér er nærtækast að benda á bankana sem fréttaljósið beindist að í dag, ekki síður en að forseta vorum; þeirra útrás og sér í lagi árangur byggir á mikilli nýsköpun og sem felst m.a. í markvissri og merkilegri nýtingu á upplýsingatækni.

Með fundi sínum með Bill Gates og málflutningi eins og fram kemur í fréttinni er Ólafur Ragnar að standa sig í stykkinu við að reyna að efla nýsköpun á Ísland og renna fleiri stoðum undir okkar atvinnu- og þjóðlíf. Hans hlutverk er að opna dyr og bjóða fólki inn. Það er svo undir okkur komið hvort við tökum vel á móti þeim sem koma og nýtum þau tækifæri sem okkur bjóðast.


mbl.is Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband