Til hamingju sjálfstæðismenn !

Svo virðist sem stjórnarandstaðan og allir þeir sem óánægðir eru, séu að taka höndum saman um að tryggja Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi völd. Hverjir græða mest á óánægjuframboðum eins og Íslandshreyfingunni? Sjálfstæðismenn, auðvitað. Hverjir græða mest á innbirgðis átökum og óskýrri framsetningu Samfylkingarinnar? Sjálfstæðismenn, auðvitað. Þeir munu ekki þurfa að heyja neina kosningabaráttu ef fram fer sem horfir. Og þegar Spaugstofan spyr: Hvar er Geir? Þá er svarið bara; hann getur hallað sér aftur í stólnum makindalega og horft á hina alla berast á banaspjótum.

Sem sagt - til hamingju Sjálfstæðismenn!


mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar fréttir ef rétt er, löngu kominn tími fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái einn flokka fulla ábyrgð á landsmálunum.

Annars, jaðrar þetta ekki við einhvers konar "rasisma" eða eitthvað að vilja fá "útlendinga búsetta á Íslandi" á lista, hafandi í huga að enginn getur setið á lista nema vera orðinn fullgildur Íslendingur, þ.e. hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lýtur hún samt enn á viðkomandi sem útlendinga? Hvernig geta þeir orðið fullgildir aðilar í þjóðfélagi okkar ef við lýtum á þá, jafnvel kynslóðum saman eins og allt of víða, sem útlendinga?

Ísland fyrir Íslendinga - gamla merkingin (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband