Sókn er besta vörnin

Alveg elska ég þessa þjóð mína, sem er staðráðin í því að sókn sé besta vörnin: "Lægra gengi krónu, mikil verðbólga, takmarkaðra aðgengi að lánsfé og gagnrýnin umfjöllun erlendra aðila um íslenskt efnahagslíf virðast því hrökkva af neytendum eins og vatn af gæs." Inn í þetta vantar kannski skuldsetningu þjóðarinnar og það að hér er lánsfé afar dýrt, en hvað með það við áformum samt stórinnkaup!

... svo ég ætti kannski að fylgja minni þjóð, skrattast út og kaupa mér jeppa, fyrst vorið virðist bara ætla að færa okkur meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó???


mbl.is Íslenskir neytendur aldrei bjartsýnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já frændi, fólk er fífl, það er marg sannað mál. En alltaf þegar maður heldur að nú sé botninum náð í dellunni, þá sekkur einhver snillingurinn enn dýpra. 

Ég skipti nú annars jeppanum út fyrir reiðhjól fyrir tveimur árum, og hef svo sem ekkert lent í sérstökum erfiðleikum vegna þess.

Ég væri hinsvegar að ljúga ef ég segðist aldrei sakna hans... 

HT (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband