Mér líður strax miklu betur

Valgerður Sverrisdóttir er röggsöm kona. Nú er hún búin að tryggja varnir okkar eftir mikið klúður strákanna Davíðs, Halldórs og Geirs, sem leiddi til þess að landið var orðið varnarlaust. Það tók hana ekki langan tíma að ganga frá þessum samningum og þarna er ekki síður litið til samstarfs í öryggismálum á friðartímum - því líklega stafar okkur meiri ógn af stórum olíuskipum á siglingu undan ströndum landsins en óvinveittum þjóðum eða hryðjuverkamönnum. Ég er sérstaklega glaður að hún skuli ekki hafa samið Svía ... það hefði verið vont til afspurnar ef þeir hefðu nú farið að týna kafbátum líka við Íslandsstrendur.
mbl.is Sameiginleg sýn á þróun öryggismála staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Góð athugasemd um hina hlutlausu Svía! Talandi um Noreg, er ekki bara rétt að innlima okkur í Noreg aftur, allavegana fyrir 2062, og taka upp Norsku krónuna. Það er skárri kostur en sú íslenska.  Best væri auðvitað að fá Evruna.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 27.4.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ég gleymdi einu Ágúst og verð að fá að sjá það á þínu bloggi.

muna að merkja X við D 12. maí.

kær sjálfstæðiskveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 27.4.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

... ég held þú hafir eitthvað misskilið þetta Sveinn, ef þú vilt kjósa með sjálfstæðinu þá setur þú náttúrlega X við S  ... það segir sig sjálft!

es.  Ég er búinn að kjósa, því ég verð erlendis á kjördag; svo það er of seint að hafa áhrif á mitt atkvæði.

Ágúst Hjörtur , 28.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband