Beam me up - Scotty!

Nú öðlast þessi frægasta setning allra Trekkara alveg nýja merkingu! Nú er Scotty kominn upp og getur svona fræðilega séð sótt okkur á sporbaug jarðar. 427039BFræðilega hugsunin var einföld: Tekin var fullkomin þrívíð mynd af viðkomandi, allar frumeindir líkamans síðan leystar upp og skotið sem samþjöppuðum massa og síðan var þeim raðað upp nákvæmlega eins og þrívíddarmyndin sagði fyrir um. Ég hef því smá áhyggjur að ekki nema hluti af ösku Scotty hafi verið sendur á sporbaug. Það þýðir nefnilega að líklega er ekki hægt að raða honum rétt saman aftur. Frown

En er þetta ekki bara til marks um það að á endanum hermir raunveruleikinn eftir listinni. Þeir sem ekki eru búnir að lesa Love Star eftir Andra Snæ, ættu að drífa í því hið snarasta. Hann sá þetta allt fyrir.


mbl.is Scotty skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í love star var heilum líkömum skotið upp í geim og látin falla aftur til jörðu þar sem þau brunnu á leiðinni niður og því fylgdi víst öskuregn. Var þetta ekki þannig annars, svolítið langt síðan ég las þetta.

Kjartan (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:30

2 identicon

Í love star var heilum líkömum skotið upp í geim og látin falla aftur til jörðu þar sem þau brunnu á leiðinni niður og því fylgdi víst öskuregn. Var þetta ekki þannig annars, svolítið langt síðan ég las þetta.

Kjartan (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Jú jú alveg rétt Kjartan ... þetta fyrirtæki er bara ekki komið svo langt í "vöruþróun" - því það kostar jú sitt. Svo kannski menn muni hafa val: Að sveima um alla eilífið um himingeiminn eða fá að verða fallegt stjörnuhrap í himni í nokkrar sekúndur!

Ágúst Hjörtur , 28.4.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband