Kondu fagnandi 1. júní

Mikið sem bæði ég og mig hlakka til þessa reykingabanns. Nú verður loksins hægt fyrir okkur meirihlutann sem ekki reykjum að fara á kaffihús og bari aftur án þess að koma heim lyktandi eins og öskubakkar.

Var á Írlandi fyrir nokkrum dögum, sem bannaði reykingar fyrir all nokkur. Þar hafa sumar krár byggt yfir reykingamennina úti - þannig að þeir eru inni þótt þeir séu úti. Slíkt myndi henta bæði íslensku veðri og íslenskri reglugerðarfælni. Þannig mætti eflaust byggja lítinn glerskála við Ölstofuna hjá Kormáki og þar gætu menn reykt nægju sína. Bara að vera hugmyndaríkur í að bjarga sér - þá lifa menn þetta allt saman af og gætu jafnvel grætt meira á okkur þessum reyklausu. Við verðum bara að vera dugleg að mæta á barinn í sumar!

ES ... reykingar verða eftir sem áður leyfðar í garðstofunni heima hjá mér á góðum gestakvöldum, því hún fellur ekki undir opinbera stofnun og er auk þess með góða loftræstingu.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara spurning hvort að ríkið skipti sér af aðstöðunni sem Kormákur myndi byggja úti svo hún myndi vera lagalega séð talist vera inni. Þá myndu sektirnar byrja að rúlla inn.

Að mínu mati hefði frekar átt að stofna fleiri reyklausa staði í staðinn fyrir að neyða reykingarbann á alla. Ef þú hefur áhyggjur af lykt eða umhverfi, þá væri þér frjálst að fara á þá staði og "reykingarskepnurnar" væru á sínum venjulega stað. Það er enginn að neyða þig til að fara á staðina sem heimila reykingar...

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.