Póstkort frá Washington

DSC05899Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að Washington er mjög falleg borg. Sá hlutinn sem ég er búinn að sjá. Alltaf gaman þegar nýjir staðir koma manni skemmtilega á  óvart. Kannski líka gömul og ný lexía að best er að vera með sem minnstar fyrirfram væntingar þegar lagt er upp í ferðalag. Sem betur fer fór ég að ráðum samstarfskonu minnar og valdi að gista í Georgetwon - gamla hlutanum - í Washington. Þannig að þegar fundum lauk í gær gat ég rölt út í sólarlagið. Átti ekki von á að finna gömul hús og fallegan kanal - en rambaði beint á þetta enda bókstaflega á bakvið hótelið hjá mér. Endaði svo á því að fá mér síðbúinn sólseturskvöldverð á túrhestastað niður við Potamic ána undir niði árinnar, flugvéla sem voru að koma inn til lendingar og síðast ekki síst herþyrlna sem flugu reglulega hjá. Þær minntu mann á hvar maður er staddur. Þótt mér finnist nú alla jafna Sólarlag í Washingtonheldur leiðinlegt að þurfa að borða einn, þá var það notaleg hvíld eftir heilan dag þar sem maður gerði ekki annað en hlusta á erindi og tala við nýtt fólk og reyna að læra nýja hluti. Stundum er bara tími til að halla sér aðeins afturbak í stólum og melta allt nýmetið á meðan maður dáist að þeirri fjölbreytni sem heimurinn hefur upp á að bjóða.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Fallegt

Embla Ágústsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ágúst, vissulega er Washington falleg borg. Georgestown er mjög viðkunnanlegur bæjarhluti, svo mæli ég með að þið lítið upp til Adams Morgan sem líka í norð-vesturhlutanum, hægt að labba upp 18 stræti frá Dupond Circle. Ég kann alltaf vel við Washington, enda bjó ég þar í yfir 3 ár og heimsæki borgina reglulega þar sem konan mín ólst þar upp.

Reyndar er Washington því miður einnig gott dæmi um það sem miður fer í bandarísku samfélagi. Stórir hlutar borgarinnar eru fátæktarhverfi, nær allur austurhlutinn fellur undir þetta, ferðamenn sjá þetta sjaldan þar sem þeir halda sig venjulega við NW. Svo er Washington líka svo kynþáttaskipt að maður gæti haldið að þú værir í Birmingham, Alabama uppúr 1960. Ég átti leið í gegnum norð-austur hluta borgarinnar í sumar. Við stoppuðum á bílastæði við matvöruverslun þar sem við vorum með ungabarn sem þurfti að fá brjóstagjöf. Þegar konan var að gefa fylgist ég með mannlífinu. Í þær 15 mínútur sem við vorum þarna sá ég ekki eitt einasta hvítt andlit (fyrir utan okkur!). Ég endurtek, ekki eitt einasta. Slík kynþáttagettó eru því miður normið í Bandaríkjunum og sýna hversu langt samfélagið á í land út úr eyðimerkurgöngu kynþáttaaðskilnaðar.

Guðmundur Auðunsson, 9.10.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband