Kastjósið stendur undir nafni

Ég var að horfa á Kastjósið á netinu sem var rétt að ljúka og þátturinn hefði ekki getað svarað betur þeirri gagnrýni sem greinilega hefur komið fram á umfjöllun RÚV. Við fengum að heyra íslenska þýðingu á símtali milli Árna Matt og Darling og afhverju var Mogginn ekki búinn að birta þetta samtal ef afrit var til? Það kom reyndar ekki fram í Kastljósinu hvar þeir fengu þetta, e.t.v. frá breska fjármálaráðuneytinu, en auðvitað eiga svona samtöl að vera hljóðrituð og til. Það kom reyndar í ljós eins og mann hafði því miður grunað að það var einhver ástæða fyrir viðbrögðum Darling. Reyndar vildi ég gjarnan sjá - og helst heyra - samtalið á ensku, því þetta snýst jú á endanum um það hvernig Darling skildi Árna eða skildi ekki það sem Árni sagði eða hélt hann væri að segja.

En það þarf engum að koma á óvart lengur að Darling hafi skilið samtalið þannig að Ísland væri ekki í þeirri aðstöðu að geta staðið við þær skuldbindingar að innistæður allra væru tryggðar fyrir sem nemur 16.000 pundum! Árni segir að það sé lítið til í trygginarsjóðnum og að þeir séu í erfiðri aðstöðu og þurfi fyrst og fremst að hugsa um innlenda hagsmuni. Hvernig hélt hann að Darling myndi túlka það? Sorry hr. Darling, Björgvin G. laug að þér um daginn og því miður er lítið fé í tryggingarsjóðnum og við verðum að hugsa um innanlandshagsmuni. Halló .... svo sagði Árni í Kastljósi daginn eftir að hann sæi enga ástæðu fyrir því afhverju Darling túlkaði þetta svona!!

Það sem ég skil ekki, er afhverju var þessu ekki fylgt eftir með viðtali víð Árna þar sem Sigmar gat spurt nánar út í þetta. Það var engin fréttaskýring frekari. Hér er stórmál á ferðinni - en sérhvert Kastljós undanfarna daga hefur svosem falið í sér stórmál. En ef einhver ráðherra einhversstaðar í vestrænu ríki yrði uppvís að svona ummælum í formlegu samtali við annan ráðherra - og við skulum átta okkur á því að þetta var ekkert símaspjall heldur formlegt samtals sem greinilega kom að ósk breska fjármálaráðherrans - þá myndi hann segja af sér. Ég á svo sem ekki von á því að hann geri það frekar en aðrir ráðherrar og alls ekki eftir að hafa horft á netinu á Kastljósviðtalið við Geir Haarde sem ber titilinn forsætisráðherra en virðist þó ekki ráða ferðinni. Geir skilur ekki að það er alger forsenda fyrir því að byrja að byggja upp það traust sem hefur glatast síðustu þrjár vikur er að fá nýja bankastjórn í Seðlabankann; hann var alveg skýr með að hann mun ekki víkja bankasjórninni; alveg sama þótt henni hafi mistekist hrapalega á alla mögulega mælikvarða sem hægt er að leggja á störf þeirra manna. Hann er ekki að skilja hvað þarf að gera, en er þó sá ráðherra sem á Íslandi ætti best að skilja efnahagsmál (eins og reyndar kollegi hans Gordon Brown) eftir nærri áratug sem fjármálaráðherra.

Eftir upplestur á samtali Árna og Darling kom frábært viðtal við alvöru sérfræðing sem kennir við einn virtasta hagfræðiháskóla í heimi: Hvernig væri að ríkistjórnin og þá sérstaklega utanríkisráðherra sem hefur persónulega reynslu af London School of Economics hlusti á þennan dáðadreng: Forsætisráðherrann þarf að gerast skýrmæltur, hann þarf að segja upp bankastjórn Seðlabankans og ríkissjórn Íslands þarf að taka hagstjórn á Íslandi úr höndunum á manni sem er búinn að stjórna henni í 17 ár, síðan þarf Geir að ráða alvöru alþjðlegt fjölmiðlaráðgjafafyrirtæki til starfa og fara í herferð erlendis til að koma okkar málstað á framfæri. Og við eigum að fara í mál við bretana. Hvernig væri að ráða þennan mann til starfa í staðinn fyrir Tryggva sem var rekinn eftir stutta viðveru - eða er ekki hægt að hafa neinn í slíku starfi sem er ósammála þeirri feigðarstefnu sem aðal bankastjóri Seðlabankans hefur rekið lengi?

Sem sagt Kastljósið finnst mér hafa verið að standa sig vel - og þar sem ég dvel erlendis þessar vikurnar þá má ég til með að þakka RÚV fyrir að standa sig vel við miðllum á efni bæði útvarpi og sjónvarpi á netinu. Mogginn stendur því miður miklu verr í gagnrýninni umfjöllun og mbl.is er gersamlega vonlaus sem miðill fyrir faglega umfjöllun eða mat á því sem er að gerast. Þar stendur eyjan.is sig miklu betur og af því að mér skilst að einhver hafi verið að skammast út í Silfur Egils - sem var frábært um síðustu helgi, þá vonan ég að allir hafi skoðað þetta stutta myndskeið:

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Darling sagði " belive it or not, they are not going to honor their obligations"

Það er EKKI hægt að skilja Árna á þann veg, hann sýndi að ásetningur Íslands væri að standa við sitt en ekki flýja... Þó það væru ekki til peningar í sjóðnum þá mundu stjórvöld styðja við hann...

Darling orðaði hlutina á þann vega að ásetningur Íslands væri að gefa skít í þetta ...

Það er tvennt ólíkt...

Það er mín skoðun...

KK (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

það er góð ástæða fyrir því að ég vil sjá og helst heyra þetta viðtal á ensku ... hér veltur allt á því nákvæmlega hver sagði hvað ... skv íslensku þýðingunni má vel skilja Árna þannig að lítið sér í íslenska tryggingarsjóðnum og að menn þurfi að einbeita sér að ástandinu innanlands og um leið láta útlendinga eins og það heitir í þýðingunni bíða.

Ágúst Hjörtur , 23.10.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband