Frábær borgarafundur

Horfi hér á Borgarafund í beinni í tölvunni, nýkominn til Bretalands aftur eftir stutta ferð til íslands - gott hjá sjónvarpinu að senda þetta út. Þorvaldur Gylfason var mjög góður og minnti menn á sögulegar forsendur þess sem hann kallar Sjálftökusamfélagið. Þetta hófst með kvótakerfinu sem var fært fáum einstaklingum til eignar. Því var vegurinn varðaður til frekari einkavinavæðingar á opinberum fyrirtækjum, sem ýmis voru en engin þó eins mikilvæg eins og bankarnir. Hvernig staðið var að einkavinavæðingu þeirra er til mikillar skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og raunar stórmerkilegt að þeim skyldi ekki refsað í kosningunum næstu á eftir. Þorvaldur rifjaði upp hvernig varaformaður Framsóknarflokksins auðgaðist og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis­flokksins voru færðir milljarðar á silfurfati besta vinar hans forsætisráðherrans - og það eina sem gerist er að einhver maldar í móinn og hristir hausinn í undrun og skömm, en allir sitja á sínum stólum, á sínum króunum. Við hin sitjum öll á okkur; afhverju?  

Það er brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, leiðrétta verstu mistökin og losa um þá menn sem sá flokkur hefur komið fyrir í stjórnsýslu og fjármálalífið. Og vinda ofanaf af vitleysunni með því að taka hluta þessara eigna til baka. Kvótann og bankana og gæta vel að því að náttúran, orkan, vatnið - þetta verði áfram í öruggri eign þjóðarinnar allrar.

Hvers vegna gengur ekki Samfylkinging fram fyrir skjöldu núna? Afhverju skynjar hún ekki hlutverk sitt og hina stærri ábyrgð. Nú er hún meðvirk með Sjálftökuflokknum og heldur honum á valdastóli. Ingibjörg er að bregðast núna ef hún skynjar þetta ekki - það er sögulegt tækifæri núna fyrir jafnaðarmenn núna að taka forystu um að breyta samfélaginu. Leiðin er ekki sú að láta Sjálfstæðisflokkinn áfram ráða efnahagsmálum. Ingibjörg á að knýja fram breytingar og í reynd mynda nýja stjórn. En hún verður að ganga fram með góðu fordæmi og  sannfæra bankamálaráðherrann sem svaf á verðinum í sumar um að segja af sér. Svo ég segi því miður enn og aftur - hvar er pólitísk forysta Samfylkingarinnar?
mbl.is Kvótakerfið varðaði veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Ruminy

Ég tek alveg undir með þér hvað varðar Samfylkinguna. Þau er þau sem ættu og gætu skv. ímynd sem þau hafa látið skína að leiða Ísland yfir þennan þröskuld sem kreppan markar, inn í nýja öld þar sem Ísland staðsetji sig í alþjóðasamfélagi.

Allt í einu datt mér í hug sú þróun sem átti sér stað í Kína 1989 ÁÐUR enn skíðdrekarnir komu: þar fór formaður flokksins líka á fundi námsmanna og baðst jafnvel afsökunar fyrir því sem misfórst hjá ráðamönnum. Geri nú ráð fyrir að engum á Íslandi þykir nauðsýnlegt að verja áhífin sín með vopnum.

Jens Ruminy, 24.11.2008 kl. 22:05

2 identicon

ISG vissi af vanda Íslands fyrir löngu síðan en gerði ekkert, eða ekkert að gagni. ISG hélt upplýsingum leyndum fyrir samráðherrum. Ef ISG fær að vera áfram formaður Samfylkingarinnar lendir fylkingin á sama siðferðilega palli og Sjálftökuflokkurinn.

Neisti (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:46

3 identicon

Hjartanlega sammála. En ISG verður að segja af sér líka og leifa alvöru jafnaðarmönnum að taka yfir.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband