Tekur þessi fáfræði engan enda?

Uppfærsla eftir 10 fréttir RÚV: Ég stend við fyrirsögnina, því ef Björgvin fékk að vita að KPMG hefði verið ráðið fyrir tveimur mánuðum, þá átti næsta spurning hjá honum að vera; og er það í lagi? Voru þeir með einhver þau tengsl sem gætu skaðað trúverðugleika þeirra? Ef hann spurði ekki að þvi, tja þá er ég hræddur um að það sýni ekki mikinn skilning á þeim vanda sem við var og er að etja. Það er ekki skrítið að ekki hafi náðst í yfirmann KPMG á Íslandi. Þeir eru í vondum málum og vita það. Það átti bankamálaráðherrann (eða starfsfólk hans) að skynja og skilja þegar á fyrsta degi bankahrunsins. Þeir endurskoðendur sem skrifuðu án athugasemda uppá uppgjör þar sem voru eins vafasöm lán upp á tugi milljarða og í ljós hefur komið með Gamla Glitni eru í vondum málum ... og þótt fjölmiðlar geti ekki náð tali af þeim, þá er ég illa svikinn ef bankamálaráðherrann grípur líka í tómt. Hann var greinilega ekki hress í 10 fréttunum - en það erum við hin ekki heldur.

Nú er bara að sýna svolítinn myndarskap Björgvin og hreinsa almennilega til á morgun. Þar með talið að taka KPMG alveg úr umferð í allri umfjöllun og athugun á þessari bankaendaleysu. Þvert á móti væri rétt að taka Atla á orðinu og fyrirskipta rannsókn á því hvort KPMG hafi bortið verklagsreglur alþjóðlegra endurskoðenda með því að skrifa uppá FL Group og fleiri vafasöm uppgjör.  

En hér er upprunalega færslan óbreytt:

Ég veit ekki hvort er verra að hafa ekki vitað af þessu eða segja frá því - nema ef vera skyldi sú niðurstaða að nú verða endurskoðendurnir endurskoðaðir af öðrum endurskoðendum en hætta samt ekki að endurskoða það sem þeir áttu ekkert með að endurskoða til að byrja með!

Það að bankamálaráðherrann virðist ekki vita hvaða rannsóknir eru í gangi né hverjir eru að vinna þær er útaf fyrir sig tilefni til þess að hann segi af sér. Það er nefnilega á ábyrgð hans sem ráðherra að vera upplýstur og ef embættismennirnir sem vinna fyrir hann hafa ekki verið að upplýsa hann, þá á hann að láta þá fjúka. Eða ef Sjálfstæðismenn hafa komið í veg fyrir að hann fái upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu og ef það er verið að halda honum utan við atburðarásina, eins og umfangsmikil og endurtekin fáfræði hans bendir til, þá ætti hann að hafa þau pólitísku bein í nefinu að segja af sér til að mótmæla slíku. Það er miklu karlmannlegra að segja af sér við þessar aðstæður og mótmæla kröftulega en sitja áfram fávís og áhrifalaus um það sem er að gerast.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mikið til í því.

Villi Asgeirsson, 9.12.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alveg sama hvernig á það er litið Björgvin kemur illa út í þessu. Hann hefði getað bjargað sjálfsvirðingunni með því að segja af sér en kýs að gera það ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Björgvin á bara tvo möguleika. Annað hvort segir hann af sér og tekur forystu samfylkingarmanna sem vilja sprengja ríkisstjórnina. Hann getur líka rekið undirmenn sína "en masse", allt fjármálaeftirlitið (sem heyrir undir hann) og skiptastjóra bankanna.

Guðmundur Auðunsson, 10.12.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Best væri ef hann gerði hvortveggja Guðmundur!

Ágúst Hjörtur , 10.12.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband