Hamingjuóskir til verðlaunahafa

Sendi þessum fríða hópi verðlaunahafa hjartanlegar hamingjuóskir úr fjarska. Þau eru öll vel að þessu komin., Það gera sér líklega ekki allir grein fyrir hvað felst í því að taka virkan þátt í evrópsku samstarfí með árangursríkum hætti eins og þau hafa gert. Þetta er allt fólk sem hefur staðið sig frammúrskarandi vel.

485445ANú voru einnig veitt verðlaun fyrir tilraunaverkefni. Þeir sem þau hlutu hafa verið í forystu í stórum evrópskum þróunarverkefnum og þurft að takast á við margar áskoranir til að ná að ljúka þeim, en gert það með miklum sóma og eiga þakkir skilið fyrir. Ég hefði auðvitað viljað vera þarna í dag til að samgleðjast með fólkinu en eins og myndin ber með sér var starfsfólk Landskrifstofu Menntaáætlunarinnar ekki í neinum vandræðum með glæsilega framkvæmd án mín.

Verðlaunahafarnir í dag eru ástæðan fyrir því að vel hefur gengið með þátttöku Íslands í evrópsku samstarfi á sviði menntunar og starfsþjálfunar frá því það hófst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Ísland hefur tekið virkan þátt í þessu samstarfi og bæði notið góðs af því og haft burði til að leggja margt með sér og til málanna. Það gefur tilefni til bjartsýni verði sú niðurstaðan að Ísland taka hugsanlega enn virkari þátt í evrópsku samstarfi á næstu árum.


mbl.is Starfsmenntaverðlaun Leonardó veitt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.