fólk = Davíð og Geir

Þetta er athyglisverð rassskelling á núverandi og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins; þeir hefðu að ósekju mátt benda á hið augljósa að fólkið sem mest brást voru formennirnir Davíð og Geir. Davíð þó öllu meir ef marka má skýrsluna. Það er nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðismenn að hefja eigin endurreisn á því að viðurkenna þetta og segja opinberlega. Tímasetningin er varla nein tilviljum heldur; Davíð loksins kominn úr Svörtuloftum þar sem hann hefur gert hver mistökin á fætur öðrum á stuttum ferli Seðlabankastjóra og Geir á leiðinni í veikindafrí.

En í þessu felst svolítið mikið sjálfsafneitun að segja að ekkert hafi verið rangt í stefnunni; Sjálfstæðismenn hafa haldið um stjórnartaumana síðan 1991 og á þeim tíma hefur samfélagið allt þróast á máta sem við í dag erum að endumeta því það kom í ljós að eitthvað mikið var að. Það var ekki bara að nokkrir kallar gerðu mistök og nokkrir aðrir sem reyndust of gráðugir, heldur dönsuðu alltof margir með í kringum gullkálfinn. Og Sjálfstæðisflokkurinn sló taktinn í þeim dansi. Það þarf hann að horfast í augu við og viðurkenna. Fyrr er honum ekki treystandi til að koma aftur að stjórn landsins.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband