Hér þarf ekkert að skoða - heldur framkvæma og það hratt

Sem einarður stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar er ég algerlega miður mín eftir þetta viðtal við Evu Joly í kvöld. Ég hélt í einfeldni minni að auðvitað væri þessi ríkisstjórn búin að setja aukinn kraft í þá rannsókn sem ákveðin var af Sjálfstæðismönnum ... svo ekki sé nú minnst á að setja til verka fagmenn sem hafa reynslu og kunna til verka. Það var ekki bara Spaugstofunni ljóst þegar núverandi "sérstakur" saksóknari var ráðinn að hann hafði hvorki reynslu né burði til að valda verkinu. Þess vegna var hann valinn af Sjálfstæðismönnum.

Ríkisstjórnin hefur nú þessa frægu 48 tíma til að bregðast við .... setja fjármagn sem nemur a.m.k. einni skilanefnd í rannsóknina og ráða þangað fullt af hæfu fólki - hér þarf ekkert að skoða né heldur íhuga; aðgerðaleysi er það sama og skýr yfirlýsing um að vilja ekki að sannleikurinn komi fram. Og síðan þarf að setja núverandi ríkissaksóknara á eftirlaun. Ég kýs að trúa því - þar til annað kemur í ljós - að frá þessu verði gengið innan tveggja daga; hér þarf enga skoðun, lagaflækjur né langlokur, bara einfaldlega pólitískan vilja til að gera það sem er rétt í þessu máli.


mbl.is Skoða þörf á auknum útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð líka fyrir gífurlegum vonbrigðum. Hef einnig stutt þessa ríkisstjórn og talið hana vera að vinna hörðum höndum að rétta af þjóðarbúið og hreinsa til. Hvað á maður eiginlega að halda eftir þetta viðtal? Er Samfylking og VG líka hluti af spillingunni ?

Ef Eva fær ekki það sem hún þarf til að halda áfram að rannsaka málin þá styð ég þessa stjórn ekki lengur. Þá verður engin von um neitt réttlæti fyrir okkur almenning á Íslandi.

Ég spái miklum fólksflótta héðan ef svínaríið og spillingin eiga að fá að grassera hérna í hverju horni áfram. Fólk er búið að fá nóg. Þetta er dropinn sem fyllir mælinn ef stjórnvöld bregðast ekki fljótt við. 48 tímar við skulum sjá !

Ína (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband