Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Enn ein rós í hnappagat CCP

Ég teysti því að einhver starfsmaður CCP hafi það verkefni með höndum að skrá þær viðurkenningar og verðlaun sem EVE Online leikurinn og fyrirtækið hafa fengið ... því ég er búinn að missa tölu á þeim þótt ég fylgist af athygli með fréttaflutningi af þessu skemmtilega fyrirtæki. En þótt fréttir eins og þessi fari bráðum að verða hversdagslegar þá eru þær síður en svo sjálfsagðar því samkeppnin á þessum markaði er mjög hörð. Merkilegt einnig að spilarar hafi valið leikinn sem frumlegasta leikinn - þótt hann sé búinn að vera í gangi í nokkur ár. Það sýnir vel sérstöðu leiksins, þar sem sífellt er verið að kynna til sögunnar nýjungjar og þróa leikinn áfram um leið og byggt er á þeim grunni að það eru í raun spilararnir sjálfir sem ráða ferðinni.

Svo það er full ástæða til að óska CCP til hamingju með þessa tilnefningu og minna á hversu mikil Íslandskynning felst í leiknum þar sem allir nota ISK í sínum viðskiptum og koma síðan stormandi til Íslands í hundraðavís á hverju ári. Það hefur jákvæð áhrif á hina raunverulegu krónu.


mbl.is EVE Online frumlegasti leikur ársins 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona vinnubrögð kalla á viðbrögð forseta þingsins

Þar sem ég þekki til er myndefni úr öryggismyndavélum geymt í ákveðinn tíma og síðan eytt sjálfkrafa ef ekki er ástæða til að geyma það. Átök og stympingar eins og urðu í andyri og á þingpöllum þennan dag þætti yfirleitt næg ástæða til að geyma efnið - og sér í lagi ef það væri kært til lögreglu.

Hér hefur starfsmaður þingsins upp á sitt einsdæmi ákveðið að eyða öllu nema völdum bút. EF hann hefur ákveðið þetta algerlega sjálfur á skrifstofustjóri Alþingis að áminna hann og fara vel yfir hvort efnisleg rök séu til að segja honum upp störfum. EF hann hefur ekki verið einn í ráðum á forseti Alþingis að kalla skrifstofustjóra þingsins á teppið. Komi í ljós að skrifstofustjórinn hafi haft hönd í bagga með þessari óeðlilegu og óúrskýrðu útþurkun þá á hann sjálfur að sæta áminningu og víkja ber honum úr starfi á meðan þetta mál er rannsakað. 

Það er nefnilega oftast þannig að ef menn eru að eyða gögnum þá er það til marks um að þeir hafa eitthvað að fela. Þar sem starfsmenn Alþingis eru einmitt það, starfsmenn þingsins og starfa á ábyrgð þess er mikilvægt að forseti Alþingis skýri hver ber ábyrgð á því að þessum gögnum var eytt og þeir sem það gera taki þeim afleiðingum sem eru við hæfi. Hér með er skorað á Ástu R. Jóhannesdóttur að gera það nú þegar.


mbl.is Aðeins bútur til af myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Við komumst út úr góskunni á þvermóðskunni og þrjóskunni / Lyftum nú skál fyrir Íslandi og öllum kostunum óteljandi“

Hér kemur síðbúin nýárskveðja til vina og vandamanna og annarra lesenda að þessu bloggi sem verður virkt á nýju ári 2011 fyrir einræður mínar um ýmis áhugamál og stöku athugasemdir um dægurmál. Svo verður bætt jafn óðum í myndasafnið til að krydda þetta aðeins.

Nýárskveðja sú besta í ár finnst mér vera lokalagið og hvatingarsöngurinn í Áramótaskaupi Sjónvarpsins sem flutt var frábæralega af Ágústu a.k. Sylvíu Nótt sem er endurfædd sem mögulega skeleggur talsmaður jákvæðra breytinga.

„Gleðilegt nýár

Hey hey
Haldið þið kjafti!
Finnst ykkur alveg eðlilegt
að ropa hérna og röfla
í ræðustólnum eins og af gömlum vana.
Það er ekki allt með felldu
þegar úti brennur eldur
og fyrir innan situr þingmaðurinn
algjörlega geldur.
Væri ekki skynsamlegt
að hætta að berja hver á öðrum
og hleypa lofti úr þessum
pólitísku prumpufýlublöðrum?

Á meðan skattmann, Loki og skrattarnir
skreyta börnin okkar með hlekkjum
út af skuldavanda byggðum
á gömlum reikniskekkjum.
Við viljum ekki heyra um fleiri
afskrftir á lánunum
hjá útvöldum víkinguum,
skrúðkrimmunum – kjánunum.
Þessum sjúku aurapúkum með
kúkinn upp á bakinu
sem stungu síðan af og skildu
þig eftir í brakinu.

En æ því miður, enginn friður,
okkur þarf að skera niður.
Ójöfn þessi kaka, alveg svaka.
En við höfum líka hrakist fyrr á klakanum
og komið sterk til baka.
Við sofnuðum á verðinum
en í kvöld skulum við vaka.

Nýár!

Neitum því sem vert er að neita
og byrjum að breyta.

Gleðilegt nýár!

Við skulum varpa því versta
og virkja okkar besta.


Gleðilegt nýár!

Við megum ekki gleyma í þessu annarlega ástandi.
Við erum færri en íbúar einnar götu í einhverju útlandi.
Nokkur þúsund hræður eins og systur öll og bræður.
Kyndum nýtt bál og blásum lífi í gamlar glæður.
Nýtum okkur fámennið og tökum saman höndunum,
það er líka allt í fokki í fullt af hinum löndunum.
Í Portúgal, Bretlandi, Írlandi, Grikklandi
og ameríski draumurinn í dauðateygjum spriklandi.

En hér vil ég vera og beinin mín bera
hér er svo margt gott sem við verðum að gera.
Þessi vísitölukrakki er ekki vandamálapakki
Heldur kynslóðin sem ætlar sér að erfa allt heila klabbið.
Því framtíðin, hún bíður
og framtíðin býður ekki upp á sömu mistök og við gerðum,
ég held nú síður
Skrifum söguna upp á nýtt og snúum baki við bófunum.
Dönsum út á götu og gefum high-five með lófunum.

Nýár!

Kollvörpum og köstum á bálið
fyrir íslenska stálið.

Gleðilegt nýár!

Nú framtíðinni við fögnum
og faðmlögin mögnum.

Gleðilegt nýár!

Hey standið upp úr stólunum
í stífpressuðum kjólunum
hendið slæmum hugsunum
og haldið rassi í buxunum.
Í innhverfum og úthverfum,
í áramótapartýjum,
faðmið allar frænkurnar,
finnið síðan sprengjurnar
og hamrið upp í himininn
ykkar heitustu óskir.
„Við komumst út úr góskunni
á þvermóðskunni og þrjóskunni“
Og með samvinnu og samtöðu
og samhjálp og bara sam... hvað sem er!

Nýár!

Sérhagsmunaklíkurnar kveðjum
Og kynslóðir gleðjum.
Gleðilegt nýár!
Við skulum takast í hendur
Vinir og féndur!
Gleðilegt nýár!

Lyftum nú skál fyrir Íslandi
og öllum kostunum óteljandi
Því þrátt fyrir allt vil ég vera
Bara ævinlega hér og með ykkur, hér, hér!

Gleðilegt nýár!
Fortíðina fagnandi kveðjum
á framtíð svo veðjum
Gleðilegt nýár!
En ötla vitleysa hetta [hljóma eins og færeyska]
minnumst þá þessa
Gleðilegt nýár!“

Höfundarréttur RÚV og handritshöfundar. Hægt er að horfa á Skaupið á vef RÚV: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4569077/2010/12/31/ 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband