Ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar

Nú þegar ljóst er að það hefur tekist hjá Geir og Ingibjörgu að ná saman um málefnin, er bara eftir að manna skútuna. Það er væntanlega viðfangsefni funda með þingmönnum - að kynna þeim málefnasamninginn og ræða hugmyndir um hver eigi að sitja hvar. Svo hér er minn spádómur ... úr talsverðri fjarlægð og ber sjálfsagt einhvern keim af því að vera óskalisti um breytingar og jafnvægi kynjanna og endurnýjum í sem flestum ráðuneytum:

Sjálfstæðisflokkur:
Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 
Árni Matthíassen, landbúnaðarráðherra
Björn Bjarnason, dóms- og krikjumálaráðherra
Arnbjörg Sveinsdóttir, sjávarútvegráðherra
Guðfinna Bjarnadóttir, samgönguráðherra

Samfylking - endurskoðuð útgönguspá eftir fjölda áskorana:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fjármálaráðherra
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra
Kristján L. Möller, umhverfisráðherra
Björgvin G. Sigurðsson, menntamálaráðherra


mbl.is Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður held ég að þrátt fyrir ljómandi flokk ráðherra úr röðum Samfylkingar að þetta sé of reykjavíkurmiðað hjá þér.  þ.e. hlutföll ráðherra af landsbyggðinni v.s. Reykjavík. 

Hoski (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Rétt athugað ... líklega fær hinn ungi nafni minn að bíða síns tíma og Kristján L. Möller komi inn í staðinn. Það verður að vera a.m.k. norður-suður öxull þarna.

Ágúst Hjörtur , 22.5.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband