Napur og dapur 1. des.

Fullveldi hvað? hugsa ég dapur þegar ég í lok dags lít á íslenska fjölmiðla. Samkvæmt mælikvörðum þeim sem ríkt hafa síðustu ár er ekkert fullveldi lengur; þjóðin er 'tækilega' gjaldþrota - svo maður sletti nýjasta bullinu sem á mannamáli þýðir að maður skuldar meira en maður á. Þá erum við ekki fullvalda lengur. Nema þegar kemur að þjóðum þá er þetta svolítið flóknara og handstýrð stilling á gengi löngu látinnar krónu ræður því hvort við erum í alvöruinni gjaldþrota eða bara tæknilega.

Það er dapur fullveldisdagur að horfa á fréttir að heiman þar sem orðið 'óeirðalögregla' er notað eins og ekkert sé sjálfsagðara; hingað til hefur þetta bara verið notað í fréttum frá útlöndum. Ég hafði satt best að segja ekki hugmynd um að til væri íslenskt óeirðalögregla, þótt það sé auðvitað skelfileg einfeldni þegar maður minnist þess hversu sárt sumum sveið skorturinn á slíku árið 1949. Sem betur fer eigum við einn almennilegan og alþýðlegan Geir sem getur ennþá gengið meðal þess almennings sem hann þjónar og þiggur laun sín frá og rætt við fólk á mannamáli. Og þá er ég ekki að tala um forsætisráðherrann sem því miður færist æ fjær því að geta rætt við þjóð sína þótt þetta sé viðræðugóður maður, svona maður á mann, sem ég hef enga ástæðu til að ætla annað en vilji vel. En hann nær ekki að tala við þjóð sína og af því það eru örlagaríkustu dagar þessarar þjóðar - a.m.k. síðustu 90 árin - þá mun hann ekki verða langlífur í embætti. Lýðræðið er nefnilega þrátt fyrir alla sína galla, besta leiðin sem okkur hefur ennþá tekist að finna til að skipta um leiðtoga á blóðsúthellinga.

Það er dapur fullveldisdagur þegar maður horfir uppá - úr fjarlægð - að miklum meirihluta íslensku þjóðarinnar er svo kalt á sálinni að hann mætir ekki til að mótmæla því ástandi og ráðaleysi sem nú ríkir. Þeir sem venjulega hafa staðið í framvarðarsveit við slíka skipulagningu eru allir kramdir af samviskubiti - vinstri menn, jafnarðarmenn, verkalýðshreyfing; allir sem í eina tíð veittu mótspyrnu við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og kröfunni um óheft einræði markaðarins gengu í björg peningaálfanna eða urðu að steini. Ég tek ofan fyrir þeim fáu sem mættu á Arnarhól í dag og tek undir með þeim sem rætt var við og sagðist hafa vonast eftir saman fjölda og mætti þegar tekið var á móti handboltadrengjunum eftir afrekið í Kína. Þá var sjálfsagt að sýna samstöðu og þakklæti fyrir góðan árangur. Nú er sjálfsagt að sýna samstöðu og óánægju með afleitan árangur. Munurinn er bara sá að handboltinn - svo spennandi sem hann er - er bara leikur. Hitt er eins mikil alvara og hægt er að hugsa sér, afkoma og lífsskilyrði okkar allra í þessu landi er í húfi. Hvort sem við viljum  það eða ekki, erum við öll þátttakendur í þeim landsleik sem nú er leikinn. .... og staðan er ekki okkur í hag.  


mbl.is Endurvakin sjálfstæðisbarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband