Ný vinstristjórn boðin velkomin

Ég óska nýrri vinstristjórn velfarnaðar og gæfu til góðra verka á þeim skamma tíma sem hún hefur til starfa. Forsætisráðherrann og utanþingsráðherrarnir báðir komu vel fyrir í Kastljósinu í gærkvöldi og þetta verður líklega starfsstjórn í þeim skilningi að menn einbeita sér að margvíslegum verkefnum og störfum en verða lítið með yfirlýsingar. Ég sé að Jóhann tekur ráðuneyisstjórann með sér úr félagsmálaráðuneytinu, sem bendir til þess að hún ætli virkilega að taka til hendinni - enda fer það orð af henni að hún sé hamhleypa til verka.

Það verður gengið hratt fram en af yfirvegum - eins og sjá má af því að Jóhann byrjar á því að senda bankastjórnum Seðlabankans bréf og bjóða þeim að rýma sæti sín í góðri sátt. Eins og ég var búinn að benda á hér á blogginu tel ég að forsendur séu til að víkja a.m.k. Davíð strax úr embætti og kannski verður látið á það reyna ef hann þverskallast við að segja af sér.

Þetta er svona síðbúnar kveðjur til nýrrar ríkisstjórnar, því það fór fyrir mér eins og kannski fleirum, að þegar loksins var í augsýn ný ríkisstjórn, þá varpaði maður öndinni léttar og snéri sér að húsverkum og löngu tímabæru viðhaldi um helgina og tók bloggfrí í nokkra daga.


mbl.is Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband