Hvar er Hagstofa Íslands þegar kemur að fréttaflutningi?

Það er engin frétt að hér sé dýrast að búa af öllum Evrópuríkjum. Þetta vitum við og þess vegna geta menn meira að segja farið í innkaupaferðir til Danmerkur - sem þó er Evrópusambandsríkja dýrast. Það sem mér finnst athyglisvert við þessa frétt er að hún kemur frá dönsku hagstofunni.  Hvar er Hagstofa Íslands þegar kemur að svona fréttaflutningi? Finnst þeim það ekki áhugavert að hér sé mesta dýrtíð allra okkar samanburðarlanda? Eða er það ekki í þeirra verkahring að senda frá sér tölfræðilegan samanburð af þessum toga sem gefur auðvitað tilefni til hápólitískra ályktana. Því tölurnar tala sínu máli - og hér er málið skýrt: Það er dýrt að búa á Íslandi. Stóra spurningin er auðvitað afhverju?

 

PS ... ég sé að Mogginn er að standa sig og setur þessa frétt á forsíðu (daginn eftir að þetta birtist á netinu). Auðvitað er það rétt fréttamat hjá Mogganum að verðlagið hér sé forsíðuefni. Nú legg ég til að Mogginn birti forsíðufrétt á hverjum degi fram að kosningum til að minna okkur á að við búum við mestu dýrtíð á Íslandi. Hann gæti svo birt daglega nýjar tölur, t.d. í tengslum við lækkun á virðisaukaskatti og verið með spennandi vangaveltur um hverju sé nú um að kenna.


mbl.is Verð á vörum og þjónustu 46% hærra hér að jafnaði en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.