Að þekkja sína þjóðarsál

Enn og aftur er maður minntur á mikilvægi þess að þekkja sína þjóðarsál þegar maður les forsíðufrétt Blaðsins í dag. Það hefur yfirleitt haft þveröfug áhrif á Íslendinga ef þeim er hótað einhverju. Alcan hótar því að loka Álverinu í Straumsvík ef Hafnfirðingar leyfa ekki stækkun Álversins. Ég trúi að þetta hafi þveröfug áhrif á Hafnfirðinga og okkur hin líka.

Sem taktík er þetta óskynsamlegt ... fyrir nú utan það að vera næstum alveg örugglega ósatt. Rekstur Álversins hefur aldrei gengið eins vel og síðustu tvö árin, þökk sé háu heimsmarkaðsverði á áli. En lækki heimsmarkaðsverðið þá lækkar líka raforkuverðið - svo Alcan er gulltryggt með ódýrasta raforkuverð sem það á kost á. Að þeir hætti rekstri á hagkvæmri einingu þar sem raforkuverð er lægst af öllum þeirra einingum. Trúlegt GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rangt að Alcan hafi hótað að loka álverinu er ekki fæst stækkun.  Alcan hyggur á stækkun og ef hún fæst ekki hér þá verður byggt annarsstaðar.  Það er hinn ískaldi raunveruleiki. 

Það er komin fram ný tækni við kerrekstur sem byggir á mun stærri kerjum en eru í Straumsvík.  Því fylgja önnur gerð af skautum, sem kallar á nýja skautsmiðju og ofl., ofl..   Sem sagt mikil fjárfesting. 

Ef stækkun verður samþykkt, þá má reikna með að nokkrum árum síðar verði farið í að leggja til hliðar eldri tækni og stærri ker standi undir allri framleiðslu. 

Ef ekki verður stækkað mun verksmiðjan örugglega starfa áfram næstu ár.  Jafnvel næstu 10- 15 ár.  En það er alveg ljóst að hún mun dragast smá saman aftur úr.

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband