Til hamingju Háskóli Íslands !
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Það er full ástæða til að óska menntamálaráðherra og háskólarektor til hamingju og þeim hópi fólks sem hefur staðið að þessari samningagerð. Með samningnum eru stjórnvöld að leggja fram fé sem gerir skólanum mögulegt að koma betur til mót við þær væntingar sem samfélagið hefur til Háskóla Íslands.
Það er sérstök ástæða til að óska Kristínu Ingólfsdóttur, háskólarektor, til hamingju með þennan samning. Hún hratt af stað stefnumótunarvinnu innan Háskólans sem hefur skilað þeim árangri að nú liggur fyrir skýr markmiðssetning í einstökum og mælanlegum þátttum. Þessi vinna var unnin í samræðu við stjórnmálaumhverfið þannig að nú er um það sátt að hátt skuli stefnt á næstu árum. Um leið og sú sátt var til staðar, var einnig til staðar skilningur á því að til að ná árangri þurfi að leggja í nauðsynlega fjárfestingu til að ná markmiðunum.
Nú er veigamiklu markmiði náð, að tryggja fjárhagslegt rekstrarumhverfi skólans til næstu fimm ára. Framundan er mikil vinna og uppbyggingu hjá háskólasamfélaginu. Til hamingju með daginn háskólafólk.
Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2007 kl. 21:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.