Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Opna Brezhnev-minningarmótiđ

Hópmynd vefur 2007Hiđ árlega Opna Brezhnev-minningarmót í golfi var haldiđ í níunda sinn um síđustu helgi. Ţrjátíu og einn kylfingur lauk keppni - sumir međ sóma en ađrir kannski síđur. Afskaplega góđ ţátttaka. Ég sjálfur spilađi á 32 punktum sem ég var ţokkalega sáttur viđ en dugđi ekki fyrir vinningssćti. Fékk hins vegar Vellaun - eins og allir ţátttakendur, ţví ţađ er einn siđur viđ ţetta mót ađ allir mćta međ Vellaun (já ... ţađ má einungis starfsetja međ ţessum hćtti) í lokuđum og vel merktum plastpoka. Ađ lokinni keppni er síđan dregiđ úr skorkortum og fá menn ekki eigin vellaun - ađ sjálfsgöđu. Ég var svo heppinn í ár ađ fá heila styttu, konu minni til lítillar hrifingar (enda nóg af styttum á heimilinu); ţessi er af fagurri rúsneskri yngismey í herklćđum ađ hluta. Tengist sem sagt ekkert golfi, en ţađ er líka allt í lagi.

Ţađ eru öfugmćli ađ kalla mótiđ Opna Brezhnev mótiđ, ţví ţađ er harđlćst. Einungis opiđ ţeim sem fá bođ og ţeir einir fá bođ sem stofnfélagar golfkúbbsins Skugga samţykkja - og alveg sérstaklega formađurinn sem er afar einráđur.  Enda ekki hverjum sem er treystandi til ađ taka ţátt í móti ţar sem ein af reglunum er sú ađ menn geta einu sinni á hverjum hring tekiđ upp boltan og hent honum eins lagt eđa stutt og ţá lystir án ţess ađ ţađ teljist högg. En um ţessa hendingu gilda afar flóknar reglur.

Ađ móti loknu var síđan haldin móttaka heima hjá einum félaganum, sem er međ hús í Hveragerđi. Ţar sem hann hefur nú haldiđ mótttöku tvö ár í röđ er hann orđinn heiđursfélagi í golfklúbbnum. Hittist svo vel á ađ haldnir voru blómadagar í Hveragerđi ţar sem hápunkturinn er mikil flugeldasýning á laugardagskvöldinu og nutum viđ hennar eftir allt "erfiđi" dagsins. Fóru svo sumir á ball en ađrir í koju og voru ţeir síđarnefndu hressari en hinir morguninn eftir.


Óţekktarstrik

Ţađ var síđasti dagur í skólafríi í gćr og ţá lágum viđ uppí rúmi letileg eftir ađ viđ vöknuđum, ég og tvö yngstu börnin mín. Ţau fóru ađ skrifa og teikna á bakiđ á mér međ fingrinum eins stundum er gert og ég látinn giska á hvađ páriđ merki. Svo bađ ég Óđinn, sem er sex ára, ađ teikna mynd af mér. Hann tók vel í ţađ og dró upp einfaldar útlínur ađ líkama. Síđan stoppađi hann og krassađi svo margar línur yfir miđhlutann á "teikningunni" á miklum hrađa og af talsverđri festu. "Hvađ er ţetta?" spurđi ég. "Ţetta eru óţekktarstrikin ţín" sagđi hann. "Nú?" sagđi ég. "Já. Ţegar ţú varst óţekkur ţegar ţú varst lítill. Ţegar ţú varst strákur ađ stelast og skemma skóna ţína og dast nćstum í sjóinn og svoleiđis." 

Ţađ er fátt vinsćlla á kvöldin en sögur af ţví ţegar pabbi var ungur og óţekkur og framdi einhver prakkarstrik. Í huga barnsins eru ţetta orđin ćđi mörg "óţekktarstrik" sem ég afrekađ í ćsku.  


Latte!

Mikiđ óskaplega var ég feginn međ niđurstöđuna úr kaffiprófinu sem allir eru ađ taka ţessa dagana: Ég er sem sé Latte, sem merkir:  "Ţú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lćtur ekki bjóđa sér hvađ sem er. Undir vissum kringumstćđum leyfirđu ţér ađ prófa nýjungar, en ţó ađeins ađ vel athuguđu máli. ... Ţú samanstendur af tvöföldum espresso og flóađri mjólk." Ef niđurstađan hefđi veriđ önnur, hefđi ég líklega ekki sagt frá ţessu.

Samkvćmt Matthildi hómópata ţá á ég helst hvorugt ađ drekka, kaffi eđa mjólk. Svo ég held ţađ lýsi mér ágćtlega ađ Latte er minn uppáhaldskaffidrykkur og hefur veriđ um nokkurra ára skeiđ. Ţađ er alger unađur ađ útbúa sér stóran Latte og setjast svo út í garđhús eđa í stóra stólinn í stofunni um helgar og lesa blöđin. Ţađ er minn tími.

Mér tókst ekki ađ vista "vottorđiđ" um ađ ég vćri Latte rétt inn í ţessa fćrslu - en ef ţú vilt taka prófiđ ţá er ţađ á slóđinni: http://www.froskur.net/annad/kaffi/ 

Ţessi fćrsla er líka til marks um ţađ ađ ţriggja vikna blogg fríi er lokiđ og jafnframt ađ sú ritstjórnarstefna sem tók yfir í sumar verđur áfram í gildi: sem sé meira um persónulegt blogg og hversdagsfrásagnir og minna um stjórnmál og samfélag - nema ţegar sá gálinn er á manni eđa samfélagsmál hrópa á athygli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband