Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Kondu fagnandi 1. júní

Mikiđ sem bćđi ég og mig hlakka til ţessa reykingabanns. Nú verđur loksins hćgt fyrir okkur meirihlutann sem ekki reykjum ađ fara á kaffihús og bari aftur án ţess ađ koma heim lyktandi eins og öskubakkar.

Var á Írlandi fyrir nokkrum dögum, sem bannađi reykingar fyrir all nokkur. Ţar hafa sumar krár byggt yfir reykingamennina úti - ţannig ađ ţeir eru inni ţótt ţeir séu úti. Slíkt myndi henta bćđi íslensku veđri og íslenskri reglugerđarfćlni. Ţannig mćtti eflaust byggja lítinn glerskála viđ Ölstofuna hjá Kormáki og ţar gćtu menn reykt nćgju sína. Bara ađ vera hugmyndaríkur í ađ bjarga sér - ţá lifa menn ţetta allt saman af og gćtu jafnvel grćtt meira á okkur ţessum reyklausu. Viđ verđum bara ađ vera dugleg ađ mćta á barinn í sumar!

ES ... reykingar verđa eftir sem áđur leyfđar í garđstofunni heima hjá mér á góđum gestakvöldum, ţví hún fellur ekki undir opinbera stofnun og er auk ţess međ góđa loftrćstingu.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöđum gćti skiliđ milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Póstkort úr Borgarfirđinum

Átti ekki von á góđu ţegar ég lenti seint á föstudagskvöldi á Íslandi og hitastigiđ var tvćr gráđur! Á laugardegi tók á móti okkur brumiđ í Munađarnesi - rétt viđ ţađ ađ springa út, eins og voriđ vćri rétt ađ hefja innreiđ sína. Allt ţrem vikum seinna á ferđinni en á höfuđborgarsvćđinu - svo ekki sé nú minnst á restina af Evrópu.

Á hvítasunnudag lágum viđ í potti og sólbađi! Láum öll fjölskyldan eins og kös á teppi í grasi í skjóli fyrir norđan nćđingnum sem stundum laumar sér niđur Norđurárdalinn. Og brunnum - a.m.k. sum okkar. Svo eftirtekja Hvítasunnuhelgarinnar er brunninn belgur og beyglađur skalli, ţví dyrakarmar í sumarhúsum í Munađarnesi eru ekki gerđir fyrir fullvaxiđ fólk.

Ég held ég ţori núna ađ segja :  Gleđilegt sumar!


Póstkort frá Írlandi

Sinn er siđur í landi hverju. Mađur lćrir ţađ alltaf betur og betur. Sit ráđstefnu hér í Ennis á Írlandi um svćđisbundna nýsköpun og rannsóknasamstarf, sem tengist verkefni sem viđ höfum veriđ ađ stýra og felur í sér ađstođ viđ Pólland og Lettland. Í gćrkvöldi ađ lokinni formlegri dagskrá ćtlađi ég ađ koma mér fyrir á hótelbarnum og fylgjast međ kosningasjónvarpi - ţví í gćr voru haldnar ţingkostningar á Írlandi. En viti menn, ekkert kosningasjónvarp! Enginn spenningur, ekki einu sinni útgönguspár.

Írar eru pollrólegir ţegar kemur ađ kosningum. Ţeir safna saman kjörgögnum og byrja svo ađ telja ţau í rólegheitunum daginn eftir. Og talningin er allt annađ mál. Ég var rétt í ţessu ađ koma frá ţví ađ horfa á sjálfa talninguna. Nei ekki í sjónvarpi, heldur sjálfa talninguna í ţessu kjördćmi, ţví hún fer fram hér á hótelinu. Hér eru fleiri tugir manna ađ fylgjast međ talningunni, sem fer fram í stórum sal međ góđu svćđi fyrir eftirlitsmenn flokkanna og fyrir almenning. Fyrstu töllur er vćntanlegar innan skamms, en í morgun birtu írskir fjölmiđlar útgönguspár. Ţćr gera ekki ráđ fyrir mikilum breytingum. Stćrsti flokkur forsćtisráđherrans Fianna Fáil virđist ćtla ađ halda sínu fylgi og ţótt fylgi samstarfsflokks hans í ríkistjórn hafi minnkađ, jafnvel verulega, gera útgönguspár ráđ fyrir ađ ríkisstjórnin haldi velli međ 3% mun. En kannski verđur meirihlutinn of lítill og Bertie Ahern ţarf ađ finna nýjan samstarfsflokk.

Í öllu falli búast menn ekki viđ miklum breytingum og vilja kannski ekki miklar breytingar. Írar hafa ţađ gott og hafa kannski aldrei haft ţađ betra. Fólk frá nýju ađildarríkjunum flykkist hingađ til ađ vinna ţannig ađ af er ţađ sem áđur var ţegar írar fóru út um allar jarđir til ađ finna einhverja vinnu. Mađur finnur ţađ líka á fólkinu hér, ţađ er uppsveifla í gangi, fólk er almennt jákvćtt og í góđum málum. Ég hitti reyndar einn íra á barnum í gćrkvöldi sem var hrćddur um ađ mikill fjöldi iđnađarmanna yrđi til ţess ađ laun írskra iđnađarmanna muni fara lćkkandi. Kunnuglegt áhyggjuefni. Ţađ er býsna margt sameiginlegt finnst mér međ ţessum eyjum tveim - enda finnst mér ég aldrei vera í framandi landi ţegar ég er hér. Ég vona ađ írum finnist ţeir líka vera á heimavelli ţegar ţeir koma til Íslands.


Ríkisstjórn í fremstu röđ?

Ţá liggur stefnuyfirlýsing Ţingvallastjórnarinnar fyrir og sjálfsagt ađ hver lesi hana međ sínum gleraugum. Hér er minn sjálfhverfi yfirlestur á ţessari 2.410 orđa yfirlýsingu:

Ţetta er ríkisstjórn sem hefur metnađ og talar af talsverđu sjálfstrausti. Kraftmikiđ efnahagslíf á ađ vera undirstađan undir samfélag sem býr viđ „menntakerfi í fremstu röđ", „heilbrigđisţjónustu á heimsmćlikvarđa" og er „í fararbroddi ţjóđa heims í umhverfismálum." Ţetta er gott. Sá sem ekki hefur trú á sjálfum sér og metnađ til ađ gera enn betur er ekki líklegur til afreka.

Ég er mikill áhugamađur um frekari framţróun ţekkingarsamfélagsins - sem ég trúi ađ geti eitt orđiđ sá grunnur sem velferđarsamfélagiđ hvílir á - og ţví las ég ţá hluta međ sérstakri athygli sem snerta ţann málaflokk. Strax í öđru kafla yfirlýsingarinnar segir: „Íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mćli af ţekkingarsköpun og útrás. Samstarf atvinnulífsins og íslensku háskólanna er lykill ađ bćttum árangri og nýsköpun í atvinnurekstri." Ţetta gleđur mitt háskólahjarta. Atvinnulífiđ og háskólarnir eru í sameiningu lykilinn ađ framtíđinni. Gćti ekki veriđ meira sammála. Framhald ţessa kafla er rökrétt afleiđing ţessa skilnings á ţví hvert stefnir: „á nćstu árum mun hugvit og tćkni- og verkţekking ráđa úrslitum um velgengni íslenskra fyrirtćkja. Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrđi fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtćkja, m.a. međ ađgerđum til ađ efla hátćkniiđnađ og starfsumhverfi sprotafyrirtćkja, svo sem međ eflingu Rannsóknasjóđs og Tćkniţróunarsjóđs."

Hér er ţví strax komiđ eitthvađ kjöt á beinin; haldiđ verđur áfram ađ efla samkeppnissjóđina og fariđ í frekari ađgerđir til ađ styđja viđ hátćkniiđnađinn og sprotafyrirtćkin, en fram til ţess hefur veriđ mun meiri áhersla á stóriđju og hefđbundnari atvinnugreinar. Í ţví samhengi er rétt ađ skođa endurskipulagningu ráđuneyta, ţar sem ferđamálin eru fćrđ yfir í iđnađarráđuneytiđ međ öđrum atvinnugreinum. Sjávarútvegur og landbúnađur eru ađ vísu ennţá sér, en ţađ er ţó búiđ ađ sameina ţau í eitt ráđuneyti, ţannig ađ ćtla megi ekki segja ađ ríflega hálfur sigur sé unninn. Svo yfirlýsingin og uppstokkunin gefur tilefni til bjartsýni međ ađ ţessi ríkisstjórn muni taka atvinnumálin frískari tökum en fyrri ríkisstjórnir. Svo er ekki verra ađ hafa sem opinber gögn ţćr tillögur sem Samfylkingin lagđi fram á Sprotaţingi í febrúar s.l. og hlutu mestan stuđning ţingfulltrúa af öllum ţeim tillögum sem lagđar voru fram. Ég treysti ţví ađ varaformađur og framkvćmdastjóri flokksins nesti nýjan iđnađarráđherra vel međ ţeim tillögum ţegar hann fer ađ taka til hendinni í ţví ráđuneyti.

Ţá er komiđ ađ ţví sem í minni orđabók heitir undirstöđuatvinnuvegur framtíđarinnar, menntamálunum, sem sett eru fram undir fyrirsögninni „Menntakerfi í fremstu röđ":  „Ríkisstjórnin setur sér ţađ markmiđ ađ allt menntakerfi ţjóđarinnar, frá leikskóla til háskóla, verđi í fremstu röđ í heiminum. Framfarir og hagvöxtur komandi ára verđa knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi ţjóđarinnar.  ... Efla skal list- og verkmenntun á öllum skólastigum og auka náms og starfsráđgjöf." Allt er ţetta sem tónlist í mínum eyrum og get ég raunar skrifađ undir öll markmiđin sem sett eru fram í kaflanum. En ţar segir fátt um hvernig veriđ stađiđ ađ breytingum, enda kannski eđli slíkra yfirlýsinga ađ vera almennar. Ţannig hefur efling á verkmenntun veriđ markmiđ um árabil og Sjálfstćđismenn, sem fara nú inn í sitt fimmta kjör­tíma­bil í ráđuneytinu, verđa bara ađ fara ađ sýna einhvern árangur á ţví sviđi. Ţađ kom reyndar talsvert á óvart ađ Sjálfstćđismenn héldu áfram ađ fara međ ţađ ráđuneyti eftir svo langa setu. Ţađ hefđi ekki komiđ á óvart ađ Samfylkingin hefđi sótt fast ađ fá menntamálin og ekki heldur ef Sjálfstćđismenn hefđu viljađ losna viđ málaflokkinn, ţví eitt helsta vandamáliđ viđ alla breytingastjórnun ţar undanfarin misseri hefur tengst málefnum kennara og kannski kennaraforystunnar. En ţađ varđ ekki. Undir stjórn Sjálfstćđismanna hefur háskólastigiđ stórlega eflst á síđustu árum og ţátttaka í námi á framhaldsskólastigi hefur einnig aukist, en eftirlegu­kindurnar eru brottfalliđ og verknámiđ. Hvor tveggja vandamáliđ er viđurkennt í  yfirlýsingunni og gefur ţađ tilefni til ađ vona ađ góđar tillögur sem fyrir liggja um verulegar breytingar á framhaldsskólastignu og starfsnámi verđi ađ veruleika á kjörtímabilinu. Gangi ţađ eftir, mun brottfall minnka og verkmenntun eflast.

Ađ lokum vil ég minnast á einn mikilvćgan kafla - sem ég held reyndar ađ sé mun mikilvćgari en samgöngumálin - og ţađ eru fjarskiptin. Í kafla um ađ landiđ verđi eitt búsetu- og atvinnusvćđi segir: „Ríkisstjórnin vill tryggja öryggi í gagnaflutningum til og frá landinu međ nýjum sćstreng og sömuleiđis ađ flutningshrađi gagna aukist í takt viđ ţá ţróun sem á sér stađ. Góđ gagna­samskipti auka mjög ađgengi ađ menntun og ţjónustu, óháđ landfrćđilegri stađsetningu, og fela auk ţess í sér tćkifćri til nýsköpunar." Ég vona ađ menn standi viđ ţetta og leyfi mér ađ fullyrđa ađ ţađ er miklu mikilvćgara á nćstu fjórum árum ađ tryggja gagnasamskiptin en samgöngurnar; allt tal um Ísland í fremstu röđ er marklaust ef landiđ er sambandslaust, jafnvel ţótt ţađ sé taliđ í nokkrum klukkustundum. Ţađ land er hins vegar ekki til í heiminum ţar sem ekki eru samgönguvandrćđi og menn komast ekki eins hratt leiđar sinnar og ţeir helst vilja, ţar er ţessi fámenna ţjóđ enginn eftirbátur annarra. Svo ef menn standa frammi fyrir erfiđum ákvörđunum, ţá verđa menn ađ spyrja grundvallarspurningarinnar; hvađ skiptir máli fyrir framtíđ landsins alls? Svar síđustu ríkisstjórnar sem ákvađ ađ setja fleiri milljarđa í göng fyrir norđan sem mjög fáir munu nota en láta gagnastreng sem allir munu nota sitja á hakanum, var klárlega rangt. Ég treysti ţví ađ ţessi ríkisstjórn muni ekki vera međ samkonar forgangsröđun.

Ég lćt öđrum eftir ađ kommentera á velferđar- og heilbrigđismálin svo ekki sé minnst á umhverfismálin eđa Evrópumálin. Ţar eru yfirlýsingar afar hófstilltar og bera ţess merki ađ menn eiga eftir ađ tala sig betur saman. Mér sýnist reyndar yfirlýsingin og orđaval frammámanna Sjálfstćđisflokksins bera ţess merki ađ flokkurinn sé ađ undirbúa stefnubreytingu í Evrópumálum sem verđur orđin skýr eftir hálft annađ ár. Ţá geta menn sagt međ góđri samvisku ađ forsendur séu breyttar og kalt mat á hagsmunum sé ađ skynsamlegt sé ađ sćkja um ađild ađ ESB. Samfylkingin hefur greinilega fallist á ađ gefa Sjálfstćđisflokkum ţann tíma sem hann ţarf til ađ breyta um kúrs. Ţađ er skynsamlegt.

Samandregiđ er ţetta nokkuđ góđ stefnuyfirlýsing. Hér er lagđur grunnur ađ frjálslyndri umbótastjórn, eins og hún kýs ađ kalla sig. Ef hún stendur viđ meginatriđin í stefnuyfirlýsingunni á hún góđa möguleika á ađ vera ríksstjórn í fremstu röđ.


mbl.is Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar undirrituđ á Ţingvöllum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blanda af heilbrigđri skynsemi, hugleysi og kemur svo hálfleikur?

Uppstokkunin sem gerđ verđur á stjórnarráđinu er athyglisverđ og hiđ besta mál. Ţađ er gott mál ađ sameina landbúnađar- og sjávarútvegsmál og hálfur áfangi á ţeirri leiđ ađ búa til eitt atvinnuvegaráđuneyti. Ţá er ekki síđur jákvćtt ađ fćra ferđamálin yfir í iđnađarráđuneytiđ og verđur ţađ vonandi til ţess ađ ţau fá hćrri sess og aukinn stuđning. Ţá er ţađ skynsamlegt ađ hafa viđskiptaráđuneytiđ sjálfstćtt - en ţađ verđur ţó til ađ byrja međ minnsta ráđuneyti sem sögur fara af međ bara 5 starfsmenn! En ţar undir er allur fjármálageirinn, samkeppnismál og svo margt fleira sem verđskuldar mun meiri athygli heldur en ţađ hefur fengiđ fram til ţessa. Og velferđarráđuneyti er auđvitađ ráđuneytiđ sem Samfylkingin átti ađ koma á laggirnar og fá lyklavöldin ađ.

En viđ val á ráđherraefnum beggja flokka sýnist mér ađ báđir formenn hafiđ blandađ saman slatta af heilbrigđri skynsemi viđ svolítiđ hugleysi og kannski samningum á bak viđ tjöldin ađ ţađ verđi hálfleikur eftir tvö ár og ţá verđi hluta liđinu skipt út.

Ráđherralisti Samfylkingarinnar ber merki kynjafléttu og landsbyggđar og borgarfléttu. Ég er eflaust ekki einn um ţá skođun ađ tími Jóhönnu Sigurđar sé bćđi kominn og farinn, en formađurinn hefur ekki teyst sé til ađ ganga fram hjá ţeim tveimur sem hafa raunverulega ráđherrareynslu. En kannski verđur Jóhönnu gert kleyft ađ hćtta međ stćl á miđju kjörtímabili, sem ráđherra velferđarmála. Ţađ vekur líka athygli ađ ţriđji mađur á lista í Kraganum verđi ráđherra og ţannig sé gengiđ fram hjá ţeim sem ofar eru. Ég sé á bloggsíđum í kvöld ađ menn eru komnir međ nýtt uppnefni á nafna minn Ágúst Greyiđ Ágústsson, en ţađ er ađ ósekju; bćđi hefđi veriđ ótćkt ađ hafa fjóra ráđherra úr Reykjavík og svo er hann bćđi ungur og međ ögn vafasama fortíđ eins og ungum mönnum sćmir.

Ráđherralisti Sjálfstćđisflokksins kom meira á óvart - en ég ţekki ekki Geir og kannski átti hann ekkert ađ koma á óvart. Ţetta er ráđherralisti Davíđs Oddssonar, nema nú er Guđlaugur kominn nýr inn og smá breyting önnur hefđur orđiđ. Var ţađ ekki örugglega Illugi sem sást á Ţingvöllum en ekki Davíđ sjálfur? Ég hef litla trú á ađ ţetta sé óskaráđherralisti Geirs eđa flokksins; en ţetta var kannski eini listinn sem hćgt var ađ ná sátt um. Bara ein kona og bara einn ráđherra sem hćttir! Ţess vegna lćđist ađ manni grunurinn um hálfleikinn - kannski Björn Bjarnason finni ţađ upp hjá sjálfum sér ađ hćtta á kjörtímabilinu og e.t.v. Einar sem nú verđur talsmađur íslenska hestsins ekki síđur en ţosksins.

En á heildina litiđ verđur ţetta öflug ríkisstjórn međ hćfilegri blöndu af reynsluboltum og nýliđum, körlum og konum, landsbyggđarfulltrúm og reykvíkingum og ungum og ekki-svo-ungum. Sem sagt - gangi ykkur vel!


mbl.is Ţrjár konur og ţrír karlar ráđherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđherralisti nýrrar ríkisstjórnar

Nú ţegar ljóst er ađ ţađ hefur tekist hjá Geir og Ingibjörgu ađ ná saman um málefnin, er bara eftir ađ manna skútuna. Ţađ er vćntanlega viđfangsefni funda međ ţingmönnum - ađ kynna ţeim málefnasamninginn og rćđa hugmyndir um hver eigi ađ sitja hvar. Svo hér er minn spádómur ... úr talsverđri fjarlćgđ og ber sjálfsagt einhvern keim af ţví ađ vera óskalisti um breytingar og jafnvćgi kynjanna og endurnýjum í sem flestum ráđuneytum:

Sjálfstćđisflokkur:
Geir H. Haarde, forsćtisráđherra
Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, iđnađar- og viđskiptaráđherra 
Árni Matthíassen, landbúnađarráđherra
Björn Bjarnason, dóms- og krikjumálaráđherra
Arnbjörg Sveinsdóttir, sjávarútvegráđherra
Guđfinna Bjarnadóttir, samgönguráđherra

Samfylking - endurskođuđ útgönguspá eftir fjölda áskorana:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fjármálaráđherra
Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra
Jóhanna Sigurđardóttir, félagsmálaráđherra
Ţórunn Sveinbjarnardóttir, heilbrigđis- og tryggingarmálaráđherra
Kristján L. Möller, umhverfisráđherra
Björgvin G. Sigurđsson, menntamálaráđherra


mbl.is Formenn rćđa viđ ţingmenn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggsyndugur

Bloggsyndugir eru ţeir menn sem sem brjóta bloggorđin tíu. Eitt ţeirra er á ţá leiđ mönnum beri ađ blogga reglulega, helst daglega. Svo um leiđ og ég legg ţetta nýyrđi fram - játa ég bloggsyndir mínar. Annir eru ávalt góđ afsökun og undanfarna daga hef ég veriđ upptekinn međ einn áhugaverđan fćreying í heimsókn sem kann margt fyrir sér í tćkniyfirfćrslu ţví ađ gera samninga um ţekkingu sem ţróuđ er innan háskóla.

En kannski er ţađ líka ţannig ađ mađur heldur bara niđri í sér andanum vegna stjórnarmyndunarviđrćđan og treystir ţví ađ ţćr fari á allra besta veg. Ég heyri ekki betur en stuđningurinn viđ ţessa stjórn verđi mikill og fannst reyndar skondin sú kenning Fréttablađsins ađ eina stjórnarandstađan sem eitthvađ mćtti sín vćri í Sjálfstćđisflokknum. Ég treysti ţví ađ hvađ sem einstaklingum innan flokkanna líđi ţá verđi ţetta sterk og frjálslynd stjórn sem mun opna enn frekar íslenskt samfélag og ráđast í stórsókn á lykilsviđum framtíđarsamfélagsins. Svo međan leiđtogarnir rćđast viđ ... gerum viđ hin fátt annađ en krossa fingur og bíđa og vona ađ fćđing Ţingvallarstjórnarinnar gangi vel.


Góđar fréttir

Ég er sammála niđurstöđu formannanna ađ ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Nú er tími til ađ breyta. Nú er tími fyrir Ţjóđarstjórn um ţekkingarsamfélag, eins og ég sagđi í síđasta bloggi. Ég treysti ţví ađ Geir og Ingibjörg Sólrún nái saman um meginatriđin á skömmum tíma. Nú reynir á Samfylkingarfólk ađ standa einhuga ađ baki sínum formanni og á ţingflokkinn ađ veita formanninum fullt umbođ til viđrćđna. Nú er tćkifćri fyrir ţingflokkinn ađ ávinna sér traust sem kann ađ hafa skort, međ ţví ađ ganga samstilltir inn í ţessar viđrćđur.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđarstjórn um ţekkingarsamfélag

Ég trúi ţví ekki ađ Sjálfstćđisflokkurinn vilji raunverulega fara í stjórnarsamstarf viđ Framsóknarflokkinn, ţar sem skođanir eru mjög skiptar um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Ţađ eina sem gćti komiđ út úr ţví gott fyrir ţjóđina og Sjálfstćđisflokkinn, er ađ Framsókn ţurkađist alveg út í nćstu kosningum. Af sömu ástćđu trúi ég ţví ekki heldur ađ alvöru Framsóknarmenn vilji raunverulega í stjórn í ţetta skiptiđ; ţeir ţurfa andrými til ađ bjarga flokknum.

Ţess vegna kem ég ţví ákalli á framfćri viđ bćđi Sjálfstćđismenn og Samfylkingarfólk ađ ţeir taki höndum saman. Nú er kjöriđ tćkifćri til ađ mynda öfluga stjórn sem getur tekist á viđ stór mál og erfiđ verkefni. Nú er ţörf á stjórn sem nýtur stuđnings meirihluta ţjóđarinnar og hefur ţingstyrk sem er meiri en svo ađ sérhver ţingmađur hafi í reynd neitunarvald um öll mál. Fyrir íslenska ţjóđ er bara einn skynsamlegur kostur í ţeirri stöđu sem komin er upp eftir kosningarnar: Ţađ er stjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar. Til samans eru flokkarnir međ vel yfir 60% fylgi og hafa ţá burđi sem ţarf til ađ breyta ţví sem ţarf. Sjálfstćđisflokkurinn á ađ leiđa ţá ríkisstjórn en Samfylkingin á ađ sćkjast eftir utanríkisráđuneytinu, menntamálaráđuneytinu og félagsmálaráđuneytinu. Sú ríkisstjórn ćtti ađ ráđast í fjögur stór verkefni:

  1. Sćkja um ađilda ađ Evrópusambandinu og bera síđan niđurstöđuna undir ţjóđina ţegar hún fćst;  
  2. Ráđast í efnahagsumbćtur sem felast í ţví ađ róa hagkerfiđ međ tímabundnu stóriđjustoppi og öđrum ađgerđum sem lćkka vexti og ţar međ fármagnstekjukostnađ;
  3. Stokka upp í skattkerfi og félagslegu bótakerfi til ađ draga úr ţeim ójöfnuđi í kjörum sem vaxiđ hefur undanfarin ár;
  4. Efla ţekkingarsamfélagiđ međ umbótum í menntakerfinu og stórsókn í rannsóknum, tćkniţróun og nýsköpunarmálum - ţannig ađ renna megi stođum undir enn fjölţćttara atvinnulíf ţekkingarsamfélagsins til framtíđar.

Mikill hluti ţjóđarinnar styđur öll ţessi verkefni: Sjálfstćđisflokkurinn getur haldiđ áfram ađ vera í ţykjustuleik - ţótt allir viti ađ meirihluti Sjálfstćđismanna séu jákvćđir gagnvart ESB og evrunni - og látiđ Samfylkinguna bera hitann og ţungann af ađildarviđrćđum. Ef illa fer og ţjóđin hafnar samningi, ţá getur hann ţvegiđ hendur sínar. Samfylkingin getur vel látiđ af hendi forsćtis- og fjármálaráđuneyti, ef Sjálfstćđismenn fallast á ađildarviđrćđur og skattkerfisbreytingar sem auka jöfnuđ á ný, sér í lagi međ verulegri hćkkun persónuafsláttar. Og báđir flokkarnir eru sammála um ađ nauđsynlegt sé ađ fjárfesta í framtíđinni sem felst menntun, rannsóknum og hagnýtingu ţekkingar. Sjálfstćđisflokkurinn hefur stýrt ţeim málaflokk međ einu hléi í meira en tuttugu ár og ţví er mál ađ ađrir fái ađ spreyta sig.

Ţjóđin ţarf ekki meira af ţví sama heldur kalla tímarnir á stjórn breytinga. Sjálfstćđismenn og sósiademókratar hafa oft boriđ gćfu til góđra verka og hafa stađiđ fyrir farsćlum breytingum á íslensku samfélagi. Nú er ţörf á ţjóđarstjórn um ţekkingarsamfélag framtíđarinnar og einungis Samfylkingin og Sjálfstćđisflokkurinn hafa burđi til ţess ađ standa ađ ţví nú.  

Svo ţađ eru bara hvatningarođ í lokin. "Koma nú Geir ... ţetta er ţitt tćkifćri til ađ fara heim af ballinu međ sćtustu stelpunni!"


mbl.is Biđstađa í viđrćđum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ensemble - breytingar frammundan í Frakklandi

nicolas-sarkozySaman ... ţađ var kjörorđ Sarkozy í kosningabaráttunni og saman ţeir kusu hann međ nokkuđ naumum meirihluta í kvöld - en meirihluta ţó. Frakkland hefur valiđ sér nýja forseta sem telur ađ breytinga sé ţörf.

"Ţađ er bara eitt Frakkland" segir Sarkozy í fyrstu rćđu sinni eftir ađ hafa lýst yfir sigri. "Viđ verđum ađ sýna ímynd sameinađs Frakklands. Ég mun verđa forseti alls Frakklands - sameinađs Frakklands. Allir verđa ađ njóta viđriđingar. Í kvöld er blađi flett í sögu Frakklands, hér á torgi sigursins; ég mun ekki svíkja - ég hef lofađ fullri atvinnu og ég mun reyna af fremsta megni ađ uppfylla ţađ loforđ. Frakkland hefur gefiđ mér allt - núna fć ég tćkifćri til ađ gefa til baka."

Sarkozy er međvitađur um vandamálin sem Frakkland stendur frammi fyrir. Hann var innanríkisráđherra í látunum sem voru í úthverfum Parísar fyrir nokkrum misserum. Og hann hefur sagt ađ ţörf sé á Nýju Frakklandi ... og viđ sem fyrir utan stöndum en höfum átt í samskiptum viđ Frakkland lengi getum ekki veriđ annađ en sammála. Stóra spurningin er hvort frakkar sem völdu Sarkozy kannski af illri nauđsýn ţví ţeir vissu ađ róttćkra breytinga er ţörf, geta sćtt sig viđ hann.  Ef breytingar eiga ađ verđa, ţá ţurfa Frakkar ađ breytast. Ekki bara forsetinn, heldur líka hinn almenni Frakki sem verđur ađ samţykkja breytingar á ósveigjanleika hins franska kerfis og reglugerđarverks fransks atvinnulífs.

Bon voyage ... er viđ hćfi til frönsku ţjóđarinnar sem ţarf nú ađ leggja í ferđalag á vit nýrra tíma.  


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband