Til hamingju íþróttamenn!

Sama fyrirsögn og síðasta blogg færsla - nei, ég er ekki svona hugmyndasnauður, heldur er annað tilefni til hamingjuóska. Það er bara gaman að geta verið jákæður marga daga í röð.

Ég óska öllum styrkþegum ÍSÍ til hamingju og við treystum því að þetta aðstoði okkar afreksfólk og auki líkurnar á að við eigum góða fulltrúa á Ólympíuleikunum í Peking eftir hálft annað ár.

Sérstaklega óska ég ungum og efnilegum félögum í Íþróttafélagi fatlaðra til hamingju : Embla mín, Eyþór og Sonja - hjartanlega til hamingju. Þið eruð vel að þessu komin og þetta verður ykkur örugglega hvatning til að gera ykkar ítrasta og ná því markmiði að koma á Ólympíuleika fatlaðra árið 2008. Smile


mbl.is Örn Arnarson sundmaður fékk A-styrk á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk takk
Get ekki sagt annað en að eg sé mjög sátt!

 Kveðja
      Embla Ágústsdóttir

Embla (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband