Til hamingju Bjarni !
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Bjarni Harðarson er ótvíræður sigurvegari þessa prófkjörs. Hér kemur ný og svolítið öðruvísi rödd inn í stjórnmálin. Gerist nú Framsóknarflokkurinn fjörlegur og forn, myndi einhver segja. Suðurkjördæmið ætlar að halda á lofti þjóðlegum hefðum og dygðum í komandi kosningum. En Bjarni er fersk rödd og segir það sem honum býr í brjósti. Varla getur nokkur maður efast um að þar fer drengur góður sem er með hjartað á réttum stað þótt talandinn kunni að bera hann ofurliði á stundum. Ritlipur og auðvitað góður bloggari.
Það liggur við að maður verði að bæta við þessar hamingjuóskir: Til hamingju Sunnlendingar með stöðu ykkar á flestum framboðslistum. Sem aftur þýðir að Reyknesingar hafa misst enn einn þingmanninn - því miðað við skoðanakannanir er nú óvíst að Framsókn fái meira en tvo þingmenn í Suðurkjördæmi. En með svona prófkjörsþátttöku - hver veit?
Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.