Hátekjufólk á bótum?

Ég er eflaust ekki einn um það að vera hissa yfir því sem fram kemur í þessari frétt og finnst alveg tilvalið að prófa hér það sem ég hef sett fram sem leiðarljós fyrir komandi stjórnlagaþing, nefnilega réttlæti - sanngirni - sátt:

Er það réttlátt að þeir sem hafa haft tekjur, sem skattyfirvöld skilgreina sem hátekjur, fái síðan atvinnuleysibætur í framhaldi?

Er það sanngirni að fók sem hefur yfir 40 milljónir kr. í árslaun fái bætur það árið?

Getur verið sátt um fyrirkomulag þar sem hátekjufólk nýtur sömu bóta og látekjufólk?

Svari nú hver fyrir sig - en spurningarnar held ég séu við hæfi.


mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf altaf að refsa fólki fyrir að standa sig vel.

Ég sé ekki af hverju þú átt minni rétt á bótum þegar þú hefur skilað samfélaginu miklum skattekjum en lendir síðan í erfiðum tímum en sá sem ekki nennir að leita sér að almennilegri vinnu og er ekkert nema blóðsuga á samfélagið.

Svona heimskuleg vinstrimenska reiðir mig alveg gríðarlega og ég er orðinn þeirrar skoðunnar að þessu hugarfari þarf að útrýma sem fyrst.

Tryggvi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 13:04

2 identicon

Þetta er ekki spurning um það hvað þú hefur háar tekjur.

Þeir sem fá 40 milljónir í árslaun greiða líka 5% í atvinnutryggingasjóð og hafa greitt í hann og eiga sama rétt á atvinnuleysis bótum þegar þeir missa vinnuna eins og allir aðrir.

Eðlilegt teldi ég þó að haft væri fjármagnstekjur til hliðsjónar þegar metið er hvort einstaklingar eiga rétt á atvinnuleysisbótum og að sjálfsögðu eiga fjármagnstekjur ekki að vega þar minna en launatekjur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Takk fyrir athugasemdirnar Tryggvi og Arnar - ég hafði ekki tíma til að bregðast við í gær, en betra er seint en aldrei: Ég var að draga athyglina að þessum þremur hugtökum sem ég tel mikilvægt að séu í brennidepli í þjóðfélagsumræðu núna - þau varpa ólíku ljósi á flókin viðfangsefni og best er ef allt fer saman, réttlætið, sanngirnin og sátt um málið. Atvinnuleysisbætur er eitthvað sem þeir sem hafa verið í vinnu eiga rétt á - það er óumdeilt og sá réttur grundvallast m.a. á því að vinnuveitandinn hefur greitt inn í þann sjóð með launatengdum gjöld.  Frá þeim sjónarhóli er það réttlætismál að menn fái notið réttar síns og fái greiðslur úr sjóðnum alveg óháð efnahag eða fyrri tekjum. En það er bara ein hlið málsins. Ástæða fyrir því að greitt er sameiginlega í atvinnutryggingarsjóð er ekki að búa til persónulega launataptryggingu (eins og bankarnir voru að selja fyrir hrun), heldur er það framlag í sameiginlegan sjóð sem hefur jöfnunarhlutverki að gegna. Við sem erum svo heppin að hafa atvinnu erum að taka þátt í að greiða lágmarksframfærslu til þeirra sem eru svo óheppnir að hafa misst hana. Það er hér sem sanngirnissjónarmiðið kemur til sögunnar: Við erum ekki með þetta kerfi fyrst og fremst til að skapa réttindi, heldur til að tryggja ákveðinn framfærslugrunn sem flestra. Atvinnuleysistryggingakerfið er félagslegt jöfnunartæki – ekki séreignasjóður – og því virðist sanngjarn að hafa alla umgjörð þess með sama hætti og önnur slík úrræði. Allar félagslegar bætur eru tengdar tekjum viðkomandi – örorku og ellibætur svo dæmi sé tekið - vegna þess að tilgangur þeirra er að tryggja lágmarksframfærslu þeirra sem hafa ekki aðrar bjargir.

Það er síðan spurning um sátt hvernig við nákvæmlega útfærum það hverjir eiga rétt á félagslegum bótum – eiga þær að skerðast þegar menn hafa haft 5, 10, 20, 50 milljón króur í tekjur á síðasta ári? Ég held að flestir sé sammála því að á einhverju tekjubili sé réttlátt og sanngjarnt að skerða félagslegar bætur – og gildir þá einu í mínum huga hvernig tekjurnar eru til komnar. Það er svo verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma að draga mörkin um hvað telst sanngjarnt í þessum efnum.

Ágúst Hjörtur , 22.10.2010 kl. 13:28

4 identicon

Laun síðustu mánaða og ára eiga engu að skipta við úthlutun réttar þíns.

Dæmi. 

Maður með 10 milljónir króna í mánaðarlaun frá eigin fyrirtæki en er persónulega ábyrgur fyrir skuldbindingum félagsins.
Maðurinn fer í þrot þar sem allar hans eigur ganga uppí skuldir félagsins og stendur því eftir svo til eignarlaus og atvinnulaus.

Eins og dæmið sýnir þá geta komið upp tilvið þar sem fólk sem áður var með háar tekjur hreinlega missir allt og þarf þá að fá sína lágmarksframfærslu greidda út.  Og sá réttur er nauðsynlegt að sé til staðar óháð því hver laun þín voru.

Það sem hafa ber til hliðsjónar er hvort að einstaklingur sem áður var með þetta há laun eigi nægjanlegar eignir til þess að þær skapi honum fjármagnstekjur.

Hafi hann fjármagnstekjur þá á hann ekki að eiga rétt til atvinnuleysisbóta enda hefur hann tekjur.

Með öðrum orðum þá má segja að til úthlutanna atvinnuleysisbóta komi til reikninga hvernig aðstæður einstaklings séu á þeim degi er hann sækir um bæturnar óháð því hvernig aðstæður hans voru áður.

Hinsvegar þá bendir efni fréttarinnar sem þessi bloggfærsla er skrifuð við að eitthvað sé í ólagi þar sem fréttin tilgreinir að fólkið sem þáði bæturnar hafi fjármagnstekjur af eigum sínum og var því ekki tekjulaust.

En gefum okkur hinsvegar að einstaklingur eigi hlutabréf uppá 10 milljónir og húsnæði sem metið er uppá 100 milljónir.  Hlutabréfið skilar engum arði, og af húsnæðinu þarf að greiða fasteignagjöld, eignarskatta og annað.

Samkvæmt skattframtali á þessi einstaklingur helling en hann hefur engar ráðstöfunartekjur og ekki kaupir einstaklingurinn salt í grautinn fyrir steinsteypu eða hlutabréf.

Ég hef enga trú á því að á bakvið þessar fréttir liggji óútskýranlegar réttlætingar fyrir þessum bótum en ef svo er þá á auðvitað að krefja þessa einstaklinga um það að þeir greiði þær til baka.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.