Þetta er áskorun - fyrir frambjóðendur og þjóðina

Það er ógerningur að meirihluti kjósenda kynni sér meirihluta frambjóðenda, vegi og meti kosti þeirra og galla og taki síðan upplýsta afstöðu. Þetter er ein af þverstæðum lýðræðisins.

Niðurstaðan er samt í engu ólýðræðislegri en ef fjöldatakmarkanir hefðu verið viðhafðar eða stjórnmálaflokkar séð um að sía frambjóðendur og velja boðalega framboðslista.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir spádómar rætast að þeir sem eru þekktir úr fjölmiðlum komist frekar á stjórnlagaþing. Það er áskorun fyrir okkur sem eru minna þekktir að kynna okkur - og fyrir þjóðina að velja á stjórnlagaþingið fólk sem getur komist að sameiginlegri niðurstöðu um nýja stjórnarskrá.


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni FJ

Fá þeir sem kosnir verða einhver laun fyrir setuna?

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ætla ekki að kjósa neinn bara vegna þess að hann sé "þekkt nafn" heldur aðallega fólk sem ég þekki og ber traust til.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband