Eignarhald á náttúruauðlindum á skilyrðislaust að skilgreina í nýrri stjórnarskrá Íslands

Núgildandi stjórnarskrá segir ekkert um umhverfismál, sem styður þá skoðun að æskilegt sé að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni fremur en bæta við og breyta þeirri gömlu. Eignarhald íslensku þjóðarinnar á náttúruauðlindum á að vera ótvírætt í stjórnarskrá og um leið þarf að reisa þröngar skorður við því með hvaða hætti nýtingaréttur er framseldur til að ganga ekki á réttindi og svigrúm komandi kynslóða.

Þar sem ég tel að við eigum að hafa réttlæti að leiðarljósi við samningu nýrrar stjórnarskrá, ætti nýtingarréttur aldrei að geta myndað framseljanlegan eignarétt. Það getur aldrei talist sanngjarnt að nokkrir einstaklingar eigi tiltekna auðlind þótt eðlilegt sé að semja við fáa aðila um skynsamlega nýtingu. Sanngjarnt auðlindagjald verði meginregla sem sett verði stjórnarskrá en það verði síðan úrlausnarefni á hverjum tíma að ákveða – með aðstoð sjálfstæðra dómstóla – hvað sanngjarnt gjald er. Ennfremur þarf þarf að setja skýrar skorður við því hvernig þjóðin nýtir sínar auðlindir og tryggja náttúrunni sjálfri ákveðin grundvallarréttindi í stjórnarskránni þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.


mbl.is Vilja að eignarhald á náttúruauðlindum verði skilgreint í stjórnarskrám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Ágúst. Hef efasemdir um að það sé rétt að þjóðnýta allar auðlindir. Slíkt myndi færa ríkinu þrúgandi vald. Auk þess þarf að skilgreina betur hvaða auðlindir er átt við. Flestir tala skilyrðistlaust um allar auðlindir eins og þú. Undir það hljóta þá t.d. að falla jarðir bænda og hlunnindi á þeim.

Sjá nánar

http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/1107920/

Þorsteinn Sverrisson, 2.11.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.