Glæsilegur þjóðfundur gefur góðan tón fyrir stjórnlagaþing
Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Glæsilegur þjóðfundur gaf jákvæðan og góðan tón fyrir vinnu fyrir störf stjórnlagaþings. Nokkur grunngildi eru skýr og þau á stjórnlagaþing skilyrðislaust að hafa að leiðarljósi - en það er síðan verkefni þingsins að fjalla um hvernig er best að tryggja að þau séu skýr í stjórnaskrá og verði í heiðri höfð í allri stjórnskipun landsins. Það er flókið verkefni en þjóðfundurinn setur ramma sem auðveldar það.
Eitt meginatriði er vert að benda strax á sem er að niðurstöðurnar gefa ótvírætt til kynna að skynsamlegast sé að semja nýja sjórnarskrá frá grunni í stað þess að reyna að breyta og beturumbæta þá gömlu. Núgildandi stjórnarskrá er ekki skipulögð eða skrifuð þannig að hægt sé að kynna hana og kenna í öllum grunnskólum og gera þannig að grunnlögum sem öll þjóðin þekkir og virðir - en það á að vera markmiðið með nýrri stjórnarskrá.
Stjórnarskrá fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnlagaþing | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ágúst, hvað finnst þér um að ráðherrar skuli ekki eiga sæti á alþingi, persónukjör (og hvað er raunhæfur möguleiki í þeim efnum) og að fækka eigi þingmönnum? Kveðja, Björn.
Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 23:52
Í stuttu máli, Björn Leifur, þá styð ég þá hugmynd að ráðherrar eigi ekki sæti á alþingi og jafnframt að þingmönnum verði fækkað. Mér finnst persónulega að 31 þingmaður ætti að vera fullnægjandi fyrir ekki fjölmennari þjóð og um leið að þá væri meiri vægi í hverjum og einum. Um leið tel ég að það þurfi að styrkja þingið og þá sérfræðiaðstoð sem þingmenn fá. Varðandi persónukjör þá er ég hlyntur því að kjósendur hafi mun meiri áhrif en nú er. Án þess að vera nokkur sérfræðingur í málinu, þá held ég að reynsla t.a.m. íra gæti nýst okkur hér sem fyrirmynd - en þeirra fyrirkomulag hefur stuðlað að meiri samstöðu í stjórnmálum þar og búa þeir þó við flókið umhverfi sem býður uppá flokkadrætti.
En nánar um mínar skoðanir á þessu eru á heimasíðunni minni http://agusthjortur.squarespace.com/stjornlagathing/
endilega kíkja í heimsókn þangað.
með bestu kveðjur,
Ágúst Hjörtur , 8.11.2010 kl. 01:16
Sæll, þetta dugir mér, þú færð mitt atkvæði. Með bestu kveðju, Björn.
Björn Leifur Þórisson, 8.11.2010 kl. 08:29
Ég er þeirrar skoðurnar að það það sé ekki hægt að fækka þingmönnum og jafna atkvæðavægi á sama tíma.
Nú er atkvæðavægi misjafnt eftir því hvar menn búa og það má færa fyrir því góð rök að það sé ekki réttlátt, en það má einnig færa fyrir því rök að það sé til leiðréttingar á þeirri stöðu sem landsbyggðarfólk býr við þ.e. minni þjónustu og mun minna aðgengi að stjórnsýslu landsins.
En látum það liggja á milli hluta. Ef við jöfnum atkvæða´vægi og fækkum þingmönnum í sömu andrá, lendum við í þeirra aðstöðu að við minkum enn frekar tengsl kjörinna fulltrúa við land og þjóð, því að það er jú ekki bara höfðatalan sem ræður hér för heldur einnig stærð landsins og dreifning byggðar og þróunin yrði sú að enginn þingmaður myndi yfir höfuð spá enitt í það hvað gerist fyrir austan Hellisheiði eða norðan Hvalfjarðar, það skipti engu máli, þar eru svo fá atkvæði...
Því verðum við með einhverjum hætti að tryggja það að þjóðkjörnir einstaklingar hefi tengs við fólið í landinu öllu ekki bara þar sem atkvæðin eru flest...
ég hef s.s. enga töfrlausn í þessu máli, það má vera að það sé rétt að fækka þingmönnum en þá held ég að það þurfi alvarlega að skoða það að koma á þriðja stjórnsýslustiginu sem myndi fara að einhverju leiti mð málefni svæða eða landsfjórðunga, þannig væru tengls fjörinn fulltrúa og fólksins nær okkur en mað 25 -35 þingmönnum. Þetta er ein leiðin
Hin leiðin væri að stíga eitt skref í einu, jafna atkvæðarétt en halda kjördæmaskipan í einhverri mynd án þess að fækka þingmönnum..
Ég vona það að þetta stjórnalaþing komi með lausnir handa Íslendingum öllum ekki bara sumum....
Eiður Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.