Athyglisverð samlíking - rándýrið í íslenskum stjórnmálum?

Mér þykir þetta afar athyglisverð samlíking hjá borgarstjóranum okkar. Ef ég heyrði rétt þá sagði hann á undan því sem vitnað er til í fréttinni: "ég er predator í íslenskum stjórnmálum" og bætti því við svona til skýringa að hann væri "geimvera sem enginn veit almennilega hvernig hann á að takast á við". 

Þetta er vísun í myndina Predator frá 1987 sem fjallar um baráttu heljarmennisins og síðar ríkisstjórans Arnold Schwarzeneggers við tæknilega háþróaðan hermann frá annarri plánetu sem beytti miklum bellibrögðum í hrottafenginni baráttu við hetjuna Arnold.

Við skulum vona að borgarstjórninn taki þessa samlíkingu ekki of alvarlega og láti felubrögð og fimleika duga en láti ekki andstæðinga sína hverfa hvern á fætur öðrum eins og rándýrið í myndinni.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll eitthvað þarf að gera gagnvart fjórflokksmafíunni sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 01:10

2 identicon

Ég tók gleði mína á ný að sjá smá töggur í Jóni. Ég kaus ekki Davíð B. Ekkert!!! Ég kaus alvöru mann sem þorir að ganga í verkin og hrista ærlega upp í hlutunum! Jón virðist hafa endurheimt þennan neistann.

Gallinn við Jón er að hann fattar ekki alveg hvað hann er stór. Hann hefur charisma á við Adolf Hitler, en innræti eins og Olaf Palme. En það verður til einskis ef maður kastar slíkum gjöfum fyrir Samfylkingarhunda og lætur þá stela af sér dýrðinni.....Já, Jón tekur strætó eins og Palme og allt! Það eina sem getur orðið nógu mikið "turn off" til að hann missi þann sjarma sem hann hefur í augum fólksins er þetta daður hans við smáborgara eins og Dag Ekkert.

Og þó ég taki undir orð Jóns um Sjálfstæðisflokkinn, þá verð ég að vara hann við einu. Enginn er stærri en óvinur sinn. Jón er of stór og mikill til að berjast við drauga. Það mun smækka Jón og gera að engu að berjast við svona lítinn draug eins og Sjálfstæðisflokkinn.

 Veldu þér stærri óvini, Jón! Á alheimsmælikvarða! Verðuga óvini fyrir stóran mann. Ekki afturgöngur. Ekki láta gínurnar í Samsullinu draga þig niður á sitt level og eiga óvini af þeirra stærðargráðu.

Þú ert stór og mikill. Þú hefur tækifæri til að GERBREYTA landinu þínu. Fáðu ráð hjá ALVÖRU "sérfræðingum", "galdraköllunum" á bak við tjöldin. Hættu að hlusta strengjabrúður ;)

Það kaus enginn "sérfræðingana". Og það kaus enginn bara Jón Gnarr. Fólkið kaus byltinguna sem Jón getur komið til leiðar, ef hann sannfærist um eigið ágæti.

Karl (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:13

3 identicon

Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!

Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:43

4 identicon

WELCOME TO ANARCHO WORLD! Meet your new leader, Jón Gnarr, Head of The North Atlantic Union, and now also Global Dictator. All bow to the RULE OF ART! SET YOURSELFS FREE! THE TIME FOR TRANSFORMATION HAS COME!

Top Secret Plan (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Við þessum líflegu athugasemdum á ég ekki annað svar en að vitna í fyrsta manifesto súrrelaistanna sem André Breton skrifaði fyrir 86 árum:

"3 The mind of the dreaming man is fully satisfied with whatever happens to it. The agonizing question of possibility does not arise. Kill, plunder more quickly, love as much as you wish. And if you die, are you not sure of being roused from the dead? Let yourself be led. Events will not tolerate deferment. You have no name. Everything Is inestimably easy.

What power, I wonder, what power so much more generous than others confers this natural aspect upon the dream and makes me welcome unreservedly a throng of episodes whose strangeness would overwhelm me if they were hap- pening as I write this? And yet I can believe it with my own eyes, my own ears. That great day has come, that beast has spoken."

Ágúst Hjörtur , 9.11.2010 kl. 15:29

6 identicon

Það er ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað er á bak við þennan texta, Ágúst minn og ekki fyrir óinnvígða að glíma við það. Einungis vanvitar myndu láta hvarfla að sér taka þetta bókstaflega. Súrrealismi merkir OFAR RAUNVERULEIKANUM, það sem gerir þennan innantóma og hola stað neysluhyggju og tómarúms aftur að RAUNVERULEGUM RAUNVERULEIKA. Jón Gnarr hefur heilagt hlutverk og er hér til að vekja okkur.

Gnarrismi - Kafli 2 (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.