Mikilvæga samninga á að vanda til en ekki hraðsjóða

Öllum má ljóst vera að Ögmundur Jónasson er á móti aðild að ESB. Gildir þá líkast til einu hver niðurstaðan í samningum verður um þau álitamál sem hann nefnir í fréttinni. Ögmundi liggur á að komast í þann slag að sannfæra þjóðina um að við eigum ekki erindi inn í ESB og því rekur hann þá pólitík að rétt sé að hraða ferlinu eins og hægt er.

Við ættum að hafa lært það af hrunadansi undanfarinna missera að hrana ekki að mjög mikilvægum ákvörðunum sem hafa munu áhrif á gervallt samfélagið til langs tíma. Þess vegna er þessi málflutningur ráðherrans óábyrgur gagnvart þjóðinni þótt hann þjóni pólitískum hagsmunum ráðherranns sjálfsagt ágætlega. 

Það er afar mikilvægt að við vöndum okkur við þessa samningsgerð alla og að þjóðin kynni sér vel hvað felst í hugsanlegri aðild. Slíkt kallar á tíma og það mun kosta einhverja fjármuni enda er um framtíðarhagsmuni þjóðarinnar að tefla. Álita- og hagsmunamálin eru miklu fleiri en Ögmundur lætur í veðri vaka. Engin ábyrg stjórnvöld geta lagt til að þjóðin taki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í ESB á grundvelli einungis þriggja atriða og Evrópusambandsríkin sem eru viðsemjendur okkar munu ekki samþykkja slíka nálgun. Þetta er því óábyrgt pólitískt púðurskot hjá Ögmundi. 


mbl.is Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er rétt hjá þér, að Vinstri Grænir eru vart marktækir, síðan forystusauðir þeirra settust í ráðherrastóla. Það mætti ætla, að seta þeirra í stjórn Jóhönnu væri eina tækifærið í langan tíma til að vera í stjórn ?

Þar sem þú gefur kost á þér til stjórnlagaþings væri gaman að vita, hvaða afstöðu tekur þú til ESB-mála ?

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.11.2010 kl. 15:39

2 identicon

Það er ólýðræðisleg aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Þetta er aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRU Á STJÓRNLAGAÞINGI (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Sæll Kristján og afsakaðu að ég svaraði ekki strax ... er fjarri

Afstaða mín til ESB er svosem ekkert leyndarmál - ég er hlynntur því að sækja um aðild, ljúka þeim samningum og leggja síðan málið fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég er hinsvegar sammála mörgum meðframbjóðendum mínum með það að ESB umræður og vangaveltur mega ekki spilla fyrir starfi stjórnlagaþings - sem á ekki að fjalla um einstök mál heldur setja ramma eða grunnlög. Og grunnurinn í þessu samhengi á að vera sá að umfangsmiklir alþjóðlegir samningar sem fela í sér samstarf um löggjöf, reglur og fleira eiga ekki að öðlast gildi fyrr en þjóðin hefur samþykkt þá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er meginmálið gagnvart stjórnlagaþingi.

Ágúst Hjörtur , 16.11.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti Ágúst Hjörtur, ég þakka þér fyrir skýrt svar, og ég er sammála þér, að við eigum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-málið og önnur mál, sem kunna að koma upp.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.11.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband