RÚV breytir stefnu og stendur sig í stykkinu
Laugardagur, 20. nóvember 2010
Það er ánægjulegt að geta hrósað Ríkisútvarpinu - útvarpi allra landsmanna (eftir að hafa kvartað yfir því áður hér í boggi) fyrir að hafa breytt um stefnu og ákveða að gera það sem stofnun ein og RÚV getur ein gert - taka viðtöl við 500 manns!
Var sjálfur í viðtali í morgun og þetta var hin ánægjulegasta reynsla. Var í fimm manna holli þar sem við áttum fátt sameiginlegt nema að vera frambjóðendur og nöfnin okkar byrjuðu á Á. Frekar fyndið.
Þetta verða líklega um tveir sólarhringar af útvarpsefni, en ég er að vona að það myndist svolítil stemming í kringum þetta, kannski ekki ósvipuð og þegar jólakveðjurnar eru lesnar á Gömlu Gufunni og allir komast í hátíðarskap. Það má kannski segja að við séum að fara halda jólahátíð til heiðurs lýðræðinu þann 27. nóvember.
Hvet alla lesendur til að taka þátt í kosningunum - og auðvitað vona ég að sem flestir setji 5867 í 1. sætið.
Frambjóðendur kynna sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnlagaþing | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.