Ég styð afdráttarlaust náttúruverndarákvæði í nýrri stjórnarskrá

Félag umhverfisfræðinga hefur sent eftirfarandi spurningu til frambjóðenda til stjórnlagaþings: „Munt þú styðja tillögur þess efnis að umhverfisverndarákvæði verði bætt við íslensku stjórnarskrána, náir þú kjöri til stjórnlagaþings?“

Svar mitt er stutt og fylgir hér:

„Ég styð það mjög afdráttarlaust að í stjórnarskránni verði sérstakur náttúrubálkur þar sem verði að finna ákvæði sem:

  • tryggja eignarrétt þjóðarinnar á öllum náttúruauðlindum (og að þessu sé ekki hægt að breyta með lögum)
  • koma í veg fyrir framsal á hagnýtingarrétti
  • setja upp auðlindasjóð sem verður skilgreindur sem eign komandi kynslóða og nýttur til að byggja upp land og náttúru þeim til hagsbóta
  • setji nýtingu náttúruauðlinda ramma sem tryggir sjálfbæra nýtingu sem ekki gengur á rétt komandi kynslóða til sömu náttúrugæða og við njótum.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.