Komið líf í kosningar utan kjörfundar

Gott mál að kosning utan kjörfundar sé loks farin að taka við sér. Megin áhyggjur margra frambjóðenda eru að kosningaþátttaka verði léleg og það dragi úr trúverðuleika og áhrifum stjórnlagaþingins. Ég vona samt að sem flestir taki þátt og hvet alla til að kjósa - ekki síður þá sem finnst þetta ekki bráðnauðsynlegt: kosningarnar eru staðreynd og því best að standa eins vel að þeim og hægt er - og velja ábyrgt fólk á þingið sem getur komist að einni sameiginlegri niðurstöðu sem sátt verður um meðal þjóðarinnar.

Nota tækifærið og bendi á agusthjortur.is  - heimasíða frambjóðanda 5867


mbl.is Um 5.500 kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en hvar er hægt að kjósa í Manila ???

Magnus (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 01:35

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Tók þetta sem áskorun um hversu vel vefur utanríkisráðuneytisins virkar.

Hér listinn yhfir ráðsmennina: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/MFA_pdf/Utankjorfundarkosning-Mai-2010.pdf 

Þar eru upplýsinar um ræðismanninn í Manila, hr. Antonia V. Del Rosario sem þú getur kosið hjá eftir samkomulagi. Þegar því er náð, þarftu að koma atkvæðin til Íslands á eígin ábyrgð - svo það þarf að fara að drífa í að kjósa ef þið ætlið að vera með.

Ágúst Hjörtur , 25.11.2010 kl. 01:54

3 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:1. Ef forseti neitar að staðfesta lög2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt. Sjálfur er ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina, eins og elítistarnir og fasistarnir sem nú bjóða sig fram í þeim tilgangi að afnema Þjóðkirkjuna, án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Jónas (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.