Kjarnyrtar konur

Er ekki bara í góðu lagi að nýta litbrigði íslenskunnar og vera svolítið kjarnyrtur á stundum. Það finnst mér að minnsta kosti. Einhverntíma hafa nú fúkyrði fokið á þingi af minna tilefni en því sem þarna er um rætt.

Hitt er annað mál að það durgar ekki eitt og sér að tala kjarnyrt - þegar menn eru í stjórn þá er ekki óeðlilegt að á eftir orðum komi athafnir stjórnvalda sem hafa einhverjar afleiðingar þarna úti í veruleika fólks og fyrirtækja. Heyrist mér að margir gerist nú helst til langeygðir eftir slíku.


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að málið sé, að sífellt fleiri landsmenn eru búnir að fá upp í kokk á fjármálafyrirtækjunum og valdastétt landsins.  Þessir aðilar vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og komast upp með það, þar sem völd þeirra ná svo víða.  Ætli það sé tilviljun, burt séð frá sannleiksgildi ásakanna, að Gunnar Þorsteinsson sé vændum um kynferðislegt ofbeldi núna nokkrum dögum eftir að bók Jónínu kom út.  Þetta er hrein og klár hefnd valdastéttarinnar vegna þess að hún þykist geta allt.  Verði ekki breyting á þessu hugarfari, þá óttast ég að þetta endi einfaldlega í blóðugri byltingu.

Marinó G. Njálsson, 26.11.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Ég vil nú ekki taka stórt upp í mig um einstök mál - enda finnst mér svona sem frambjóðandi til stjórnlagaþings að rétt sé að halda mörgum dægurmálum utanvið þá umræðu - þá er ég sammála þér með það Marinó að maður verður ekki var við þá viðhorfsbreytingu hjá fjármálafyrirtækjum og yfirvöldum ýmsum sem maður vonaðist eftir.

Það gerist líka ávallt í stórum og smáum málum að ef þau eru ekki til lykta leidd - hvernig svo sem þær lyktir eru - þá heldur áfram að krauma þar til uppúr sýður. Alltaf margt er óútkjáð og því segi ég að margir gerast nú helst til langeyðir.

En vonum hið besta - þetta er allt að koma eftir helgi, eða er það ekki?

Ágúst Hjörtur , 26.11.2010 kl. 18:37

3 identicon

Þessi kona er annað hvort í vitlausum flokki eða algjör hræsnari. Samfylkingin hefur alltaf verið helsta málpípa auðmanna gegn almenningi hér á landi. Óforskammanleg heðgun Ingibjargar Sólrúnar gleymist seint...nú hafa þeir fært út kvíjarnar og Herra Öskur fer hamförum að reyna að selja okkur hæstbjóðanda í skuldaþrældóm...

x$ (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband